Ólína krefst rökstuðnings frá útvarpsstjóra Jakob Bjarnar skrifar 18. nóvember 2013 16:51 Ólína Þorvarðardóttir segir umsækjendur hljóta að spyrja sig hvaða meinbugir séu á þeim nú þegar Páll hefur hætt við umsóknarferlið. Ólínu Þorvarðardóttur segir það sæta verulegum tíðindum að Páll Magnússon útvarpsstjóri hafi fallið frá því ferli að ráða dagskrárstjóra útvarps og krefst skýringa. „Þetta eru mjög óvænt tíðindi og undarleg. Vegna þessa að ég sá nú ekki betur en þarna væri ágætis mannval sem var að sækja um og margir hæfir. Ég kannast við það að hægt sé að hafna öllum umsóknum ef umsækjendur uppfylla ekki hæfnisskilyrði en að það sé gert þegar um er að ræða hæfa einstaklinga, þá sætir það tíðindum,“ segir Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi alþingismaður. Vísir greindi frá því í dag að Páll Magnússon hafi horfið frá því að ráða í stöðu dagskrárstjóra útvarps en umsækjendur eru þegar komnir fram. Í samtali við Vísi segist hann hafa sínar ástæður fyrir því en hann kæri sig ekki um að ræða þær opinberlega. Ólínu þykir þetta skjóta skökku við. „Forstöðumenn ríkisstofnana hafa heimilid til að hafna öllum umsækjendum. En þegar þeir gera svo þegar umsækjendur eru greinilega hæfir, að minnsta kosti einn sem ég veit um, sætir þetta vissulega tíðindum. Mér finnst að Páll þurfi að rökstyðja þetta, ekki bara fyrir umsækjendum heldur alþjóð. Hvað kostaði þetta ferli, til dæmis, ef það á svo ekkert að koma út úr því?“ Ólína segist engar útskýringar hafa fengið. Henni barst skeyti frá mannauðsstjóranum sem hún segir svipa til athugasemdar sem útvarpsstjóri sendi svo starfsmönnum. „Ég hef beðið um rökstuðning. Mér finnst lágmark að stofnun sem rekin er fyrir almannafé, er í eigu almennings, að hún útskýri gjörðir sínar fyrir þeim sem í hlut eiga. Eitthvað eru það einkennilegar ástæður sem ekki má ræða opinberlega.“ Sé litið til ferils Ólínu er erfitt að draga þá niðurstöðu að hún sé óhæf til að genga starfi dagskrárstjóra útvarps. Hún hefur starfað sem þingmaður, hún er með doktorspróf í íslenskum bókmenntum og þjóoðfræðum, hún var nýlega metin hæf til að gegna stöðu forseta hug- og félagagsvísindasvíði Háskólans á Akureyri, er með stjórnunarnám og mikla stjórnunarreynslu auk þess sem hún starfaði á árum áður sem fréttamaður Ríkisútvarpsins í fjögur ár og hefur starfað þar dagskrárgerðarmaður og sjálfstæður pistlahöfundur. „Við umsækjendur hljótum að spyrja okkur hvaða meinbugir séu á okkur sem réttlæta þessa málsmeðferð? Ég með minn bakgrunn. Eða er það kannski tilfellið að það sé komið atvinnubann á þá sem hafa stutt Samfylkingu og vinstrihreyfingu á Íslandi? Það er hægt að hringja persónulega í Gísla Martein Baldursson og bjóða honum starf, sækja hann úr borgarpólitíkinni, en svo sækja tveir reynslumiklur fyrrverandi alþingismenn um og þá er ekki hægt að ráða í starfið?! Hvaða ástæður eru þetta? Hvernig getur Páll sagt að hann hafi sínar ástæður sem hann kærir sig ekki um að greina frá? Hverskonar ástæður geta það verið? Sem ekki þola dagsljósið?“ spyr Ólína. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Ólínu Þorvarðardóttur segir það sæta verulegum tíðindum að Páll Magnússon útvarpsstjóri hafi fallið frá því ferli að ráða dagskrárstjóra útvarps og krefst skýringa. „Þetta eru mjög óvænt tíðindi og undarleg. Vegna þessa að ég sá nú ekki betur en þarna væri ágætis mannval sem var að sækja um og margir hæfir. Ég kannast við það að hægt sé að hafna öllum umsóknum ef umsækjendur uppfylla ekki hæfnisskilyrði en að það sé gert þegar um er að ræða hæfa einstaklinga, þá sætir það tíðindum,“ segir Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi alþingismaður. Vísir greindi frá því í dag að Páll Magnússon hafi horfið frá því að ráða í stöðu dagskrárstjóra útvarps en umsækjendur eru þegar komnir fram. Í samtali við Vísi segist hann hafa sínar ástæður fyrir því en hann kæri sig ekki um að ræða þær opinberlega. Ólínu þykir þetta skjóta skökku við. „Forstöðumenn ríkisstofnana hafa heimilid til að hafna öllum umsækjendum. En þegar þeir gera svo þegar umsækjendur eru greinilega hæfir, að minnsta kosti einn sem ég veit um, sætir þetta vissulega tíðindum. Mér finnst að Páll þurfi að rökstyðja þetta, ekki bara fyrir umsækjendum heldur alþjóð. Hvað kostaði þetta ferli, til dæmis, ef það á svo ekkert að koma út úr því?“ Ólína segist engar útskýringar hafa fengið. Henni barst skeyti frá mannauðsstjóranum sem hún segir svipa til athugasemdar sem útvarpsstjóri sendi svo starfsmönnum. „Ég hef beðið um rökstuðning. Mér finnst lágmark að stofnun sem rekin er fyrir almannafé, er í eigu almennings, að hún útskýri gjörðir sínar fyrir þeim sem í hlut eiga. Eitthvað eru það einkennilegar ástæður sem ekki má ræða opinberlega.“ Sé litið til ferils Ólínu er erfitt að draga þá niðurstöðu að hún sé óhæf til að genga starfi dagskrárstjóra útvarps. Hún hefur starfað sem þingmaður, hún er með doktorspróf í íslenskum bókmenntum og þjóoðfræðum, hún var nýlega metin hæf til að gegna stöðu forseta hug- og félagagsvísindasvíði Háskólans á Akureyri, er með stjórnunarnám og mikla stjórnunarreynslu auk þess sem hún starfaði á árum áður sem fréttamaður Ríkisútvarpsins í fjögur ár og hefur starfað þar dagskrárgerðarmaður og sjálfstæður pistlahöfundur. „Við umsækjendur hljótum að spyrja okkur hvaða meinbugir séu á okkur sem réttlæta þessa málsmeðferð? Ég með minn bakgrunn. Eða er það kannski tilfellið að það sé komið atvinnubann á þá sem hafa stutt Samfylkingu og vinstrihreyfingu á Íslandi? Það er hægt að hringja persónulega í Gísla Martein Baldursson og bjóða honum starf, sækja hann úr borgarpólitíkinni, en svo sækja tveir reynslumiklur fyrrverandi alþingismenn um og þá er ekki hægt að ráða í starfið?! Hvaða ástæður eru þetta? Hvernig getur Páll sagt að hann hafi sínar ástæður sem hann kærir sig ekki um að greina frá? Hverskonar ástæður geta það verið? Sem ekki þola dagsljósið?“ spyr Ólína.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira