Lífið

Mjölnismyndband vikunnar: „Stærðin skiptir ekki máli“

Mjölnisæfing vikunnar að þessu sinni er hengingartak sem kemur úr brasilísku jui-jitsu. Takið heitir rear naked choke eða Ljónsbani, eins og það er kallað á íslensku.

Í myndbandinu má sjá Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur sýna réttu tökin á Þráni Kolbeinssyni.Þar má einnig sjá þegar Gunnar Nelson hefur tekið Ljónsbanann í bardaga. 

„Það skiptir engu máli hversu stór eða sterkur þú ert - það er alltaf hægt að hengja þig," segir Sunna Rannveig. 

Bardagaklúbburinn Mjölnir og Vísir hafa tekið höndum saman og sýna vikulegar æfingar. Heiðurinn á myndbandinu á Jón Viðar Arnþórsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.