Sér til lands í morðrannsókn 2. apríl 2013 14:31 Enn er beðið eftir niðurstöðum dómskvaddra matsmanna vegna rannsóknar á andláti fanga á Litla Hrauni í maí á síðasta ári. Maðurinn, sem hét Sigurður Hólm Sigurðarsson og var 49 ára gamall, átti erfitt með að anda þegar hann óskaði eftir aðstoð fangavarða kvöldið 17. maí á síðasta ári. Kallað var eftir sjúkrabíl og lækni og lífgunartilraunir voru hafnar en án árangurs og var hann því úrskurðaður látinn stuttu seinna. Sigurður hafði einungis dvalið í klefa sínum í einn sólarhring þegar hann lést. Skömmu síðar vaknaði grunur um að andlát hans hefði borið að með vofveiflegum hætti. Þá voru þeir Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson grunaðir um að hafa valdið Sigurði áverkum sem leiddu til dauða hans. Þessu neita þeir. Vegna málsins þurfa þeir þó að dúsa tveir saman á sérgangi og hafa þeir ekki átt samneyti við aðra fanga síðan rannsókn hófst í málinu. Krufningaskýrsla liggur fyrir vegna málsins en í henni kemur meðal annars fram að ekki er hægt að fullyrða að Sigurði hafi verið ráðinn bani. Það þýðir þó ekki að dánarorsökin sé eðlileg.Í skýrslunni segir orðrétt: „Rifa á milta hafi valdið dauðanum en rifan sé fyrst og fremst afleiðing bitlauss áverka á kviðarhol, hvorki stórsæjar né vefjafræðilegar niðurstöður bendi til innri orsaka. „Engu að síður leiddu hvorki krufning né frekari rannsóknir í ljós afdráttarlaus merki þess efnis hvort um utanaðkomandi áverka eða meiðsl af völdu byltu hafi verið að ræða." Engin tímarammi er á störfum dómskvadds matsmanns, sem í þessu tilviki er réttarmeinafræðingur, en hann hefur nú farið yfir niðurstöður skýrslunnar í nokkra mánuði. Í samtali við Þorgrím Óla Sigurðsson, yfirlögregluþjónn á Selfossi, kom fram að embættið sjái til lands í málinu og vonar Þorgrímur að niðurstöður liggi fyrir áður en ár er liðið frá andláti Sigurðar. Hann bendir ennfremur á að matsmenn hafi oft ýmislegt á sinni könnu, og megi vel skoða það að dómarar setji þeim einhverskonar tímaramma þegar um alvarleg sakamál sé að ræða. Engar upplýsingar liggja fyrir um það hver meðalrannsóknartími í manndrápsmálum er á Íslandi. Þetta umrædda mál er þó ólíkt flestum öðrum morðrannsóknum á Íslandi að því leytinu til að í flestum málum hafa sakborningar játað sök fljótlega eftir að rannsókn hófst. Mál Annþórs og Barkar Lögreglumál Fangelsismál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Sjá meira
Enn er beðið eftir niðurstöðum dómskvaddra matsmanna vegna rannsóknar á andláti fanga á Litla Hrauni í maí á síðasta ári. Maðurinn, sem hét Sigurður Hólm Sigurðarsson og var 49 ára gamall, átti erfitt með að anda þegar hann óskaði eftir aðstoð fangavarða kvöldið 17. maí á síðasta ári. Kallað var eftir sjúkrabíl og lækni og lífgunartilraunir voru hafnar en án árangurs og var hann því úrskurðaður látinn stuttu seinna. Sigurður hafði einungis dvalið í klefa sínum í einn sólarhring þegar hann lést. Skömmu síðar vaknaði grunur um að andlát hans hefði borið að með vofveiflegum hætti. Þá voru þeir Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson grunaðir um að hafa valdið Sigurði áverkum sem leiddu til dauða hans. Þessu neita þeir. Vegna málsins þurfa þeir þó að dúsa tveir saman á sérgangi og hafa þeir ekki átt samneyti við aðra fanga síðan rannsókn hófst í málinu. Krufningaskýrsla liggur fyrir vegna málsins en í henni kemur meðal annars fram að ekki er hægt að fullyrða að Sigurði hafi verið ráðinn bani. Það þýðir þó ekki að dánarorsökin sé eðlileg.Í skýrslunni segir orðrétt: „Rifa á milta hafi valdið dauðanum en rifan sé fyrst og fremst afleiðing bitlauss áverka á kviðarhol, hvorki stórsæjar né vefjafræðilegar niðurstöður bendi til innri orsaka. „Engu að síður leiddu hvorki krufning né frekari rannsóknir í ljós afdráttarlaus merki þess efnis hvort um utanaðkomandi áverka eða meiðsl af völdu byltu hafi verið að ræða." Engin tímarammi er á störfum dómskvadds matsmanns, sem í þessu tilviki er réttarmeinafræðingur, en hann hefur nú farið yfir niðurstöður skýrslunnar í nokkra mánuði. Í samtali við Þorgrím Óla Sigurðsson, yfirlögregluþjónn á Selfossi, kom fram að embættið sjái til lands í málinu og vonar Þorgrímur að niðurstöður liggi fyrir áður en ár er liðið frá andláti Sigurðar. Hann bendir ennfremur á að matsmenn hafi oft ýmislegt á sinni könnu, og megi vel skoða það að dómarar setji þeim einhverskonar tímaramma þegar um alvarleg sakamál sé að ræða. Engar upplýsingar liggja fyrir um það hver meðalrannsóknartími í manndrápsmálum er á Íslandi. Þetta umrædda mál er þó ólíkt flestum öðrum morðrannsóknum á Íslandi að því leytinu til að í flestum málum hafa sakborningar játað sök fljótlega eftir að rannsókn hófst.
Mál Annþórs og Barkar Lögreglumál Fangelsismál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Sjá meira