Innlent

Bandarískir skátar opna dyrnar fyrir samkynhneigðum

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Kaflaskil verða í sögu Skátasamtaka Bandaríkjanna fyrsta janúar næstkomandi en þá munu samtökin opna dyr sínar fyrir ungum piltum sem komnir eru út úr skápnum.

Þessi stefnubreyting kallar á endurskoðun á helstu starfsreglum samtakanna. Jafnframt þurfa skátaleiðtogar nú að ákveða hvort að Skátasamtökin taki þátt í gleðigöngum vítt og breitt um Bandaríkin.

Nokkrar kirkjur í Bandaríkjunum hafa hætt stuðningi sínum við samtökin vegna þessa en hinn mikli flótti úr samtökunum sem íhaldssamir skáta- og kirkjuleiðtogar boðuðu virðist ekki hafa átt sér stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×