Innlent

Þrálátt landssig á Siglufjarðarvegi

GS skrifar
Siglufjörður.
Siglufjörður.
Verktakar eru nú að aka möl til að fylla upp í jarðsig, sem hefur orðið á Siglufjarðarvegi. Sigið er mest á tveimur stöðum, en þar hefur verið þrálátt landssig undan veginum í mörg ár. Þegar búið verður að aka nægu efni á vettvang, verður heflað yfir og lýkur verkinu líklega fyrir kvöldið.

Vegagerðin varar vegfarendur við siginu, og jafnframt hættu á grjóthruni á Siglufjarðarveg, sem hætta er á við núverandi veðurskilyrði. Vegagerðin varar ökumenn líka við umtalsverðum slitlagsskemmdum á Vestfjarðavegi allt frá Dalsmynni í Borgarfirði til Patreksfjarðar og Bíldudals, sömuleiðis á Djúpvegi um Hólmavík til Ísafjarðar og á Þverárfjalli á Norðurlandi.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×