Innlent

Varað við flóði á Suðurlandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Varað er við flóði, meðal annars í Ölfussá sem sést á þessari mynd.
Varað er við flóði, meðal annars í Ölfussá sem sést á þessari mynd. Mynd/ Ernir.
Veðurstofan varar við flóði í Hvítá og Ölfusá. Vatnavextir eru á Vesturlandi, Suðurlandi og Suðausturlandi vegna mikilla rigninga og hlýinda undanfarna daga.

Miklir vatnavextir eru á efra vatnasviði Hvítár og einnig eru hliðarár í örum vexti. Spáð er áframhaldandi rigningu í kvöld og því má búast við auknum vatnavöxtum á vatnasviði Hvítár og Ölfusár. Flóðið mun koma fyrst fram í Auðholtshverfi, vestan við Flúðir, síðan á Skeið og svo á Dagmálahólma, norðan Selfoss. Einnig má búast við flóði við Kaldaðarnes, sunnan Selfoss.

Bændum með búfénað nálægt Hvítá og Ölfusá er ráðlagt að færa búféð frá ánum í dag. Jafnframt er flóðahætta á Suðurlandi og Suðausturlandi í Hverfisfljóti og Djúpá.

Ferðafólki og öðrum er ráðlagt að halda sig fjarri ánum. Frekari upplýsingar munu berast ef aðstæður breytast




Fleiri fréttir

Sjá meira


×