Lífið

Miley syngur með risakisu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Söngkonan Miley Cyrus vakti athygli á American Music-verðlaunahátíðinni.

Miley hefur verið mikið á milli tannanna á fólki síðustu mánuði og virðist hún hafa mikið fyrir því að hneyksla mann og annan.

Annað var uppá teningnum í gærkvöldi á American Music-verðlaunahátíðinni. Miley leyfði raddböndunum að njóta sín er hún flutti slagarann Wrecking Ball og var atriðið afar einlægt. Vakti þó athygli að risastórri kisu var varpað á skjá fyrir aftan söngkonuna, eins og sést í myndbandinu hér fyrir neðan, og söng kötturinn allt lagið með henni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.