Árni Páll: Ekki framganga sem sæmir forsætisráðherra í lýðræðisríki Höskuldur Kári Schram skrifar 25. nóvember 2013 13:18 Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar furðar sig á yfirlýsingu Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að stjórnarandstaðan muni ekki hika við að ljúga til að gagnrýna skuldatillögur ríkisstjórnarinnar. Sigmundur Davíð skaut föstum skotum á stjórnarandstöðuna í ræðu á miðstjórnarfundi framsóknarmanna á Selfossi um helgina. Sigmundur sagði að stjórnarandstaðan væri ekki búin að sætta sig við kosningaósigurinn í vor og að flokkarnir muni ekki hika við að ljúga til að gagnrýna boðaðar skuldatillögur ríkisstjórnarinnar sem stendur til að kynna síðar í þessari viku. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, furðar sig á þessum yfirlýsingum. „Forsætisráðherra hefur frá því að hann tók við séð óvini í hverju horni. Mér finnst í sjálfu sér engin sérstök ástæða fyrir mig að taka það eitthvað sérstaklega til mín eða til okkar í Samfylkingunni. Maður hefur séð margt til forsætisráðherra á fyrri tíð en kannski ekki að menn reyni að þagga niður viðbrögð við tillögum sem eru ekki einu sinni komnar fram,“ segir Árni. Hann segir að yfirlýsingar af þessu tagi séu ekki til þess fallnar að skapa málefnalega umræðu. „Þetta er auðvitað ekki framganga sem sæmir forsætisráðherra í lýðræðisríki. Enginn forsætisráðherra á Vesturlöndum gæti fengið að komast upp með svona talsmáta óáreittur,“ segir Árni. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata segir að það sé ekki vænleg leið til að afla skuldatillögunum fylgis að gera stjórnarandstöðunni upp skoðanir með þessum hætti. Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar segir að málflutningur forsætisráðherra sé mjög undarlegur. „Við í Bjartri framtíð höfum verið mjög málefnaleg þegar kemur að þessum málum. Við studdum það að ríkisstjórnin fengi ráðrúm til að útfæra þessi kosningaloforð. Við höfum með málefnalegum og ígrunduðum hætti lýst yfir okkar efasemdum um að það sé hægt gera þetta og við munum bara halda áfram að vera málefnaleg í okkar málflutningi þegar kemur að skuldamálum heimilanna,“ segir Guðmundur. Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Sjá meira
Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar furðar sig á yfirlýsingu Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að stjórnarandstaðan muni ekki hika við að ljúga til að gagnrýna skuldatillögur ríkisstjórnarinnar. Sigmundur Davíð skaut föstum skotum á stjórnarandstöðuna í ræðu á miðstjórnarfundi framsóknarmanna á Selfossi um helgina. Sigmundur sagði að stjórnarandstaðan væri ekki búin að sætta sig við kosningaósigurinn í vor og að flokkarnir muni ekki hika við að ljúga til að gagnrýna boðaðar skuldatillögur ríkisstjórnarinnar sem stendur til að kynna síðar í þessari viku. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, furðar sig á þessum yfirlýsingum. „Forsætisráðherra hefur frá því að hann tók við séð óvini í hverju horni. Mér finnst í sjálfu sér engin sérstök ástæða fyrir mig að taka það eitthvað sérstaklega til mín eða til okkar í Samfylkingunni. Maður hefur séð margt til forsætisráðherra á fyrri tíð en kannski ekki að menn reyni að þagga niður viðbrögð við tillögum sem eru ekki einu sinni komnar fram,“ segir Árni. Hann segir að yfirlýsingar af þessu tagi séu ekki til þess fallnar að skapa málefnalega umræðu. „Þetta er auðvitað ekki framganga sem sæmir forsætisráðherra í lýðræðisríki. Enginn forsætisráðherra á Vesturlöndum gæti fengið að komast upp með svona talsmáta óáreittur,“ segir Árni. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata segir að það sé ekki vænleg leið til að afla skuldatillögunum fylgis að gera stjórnarandstöðunni upp skoðanir með þessum hætti. Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar segir að málflutningur forsætisráðherra sé mjög undarlegur. „Við í Bjartri framtíð höfum verið mjög málefnaleg þegar kemur að þessum málum. Við studdum það að ríkisstjórnin fengi ráðrúm til að útfæra þessi kosningaloforð. Við höfum með málefnalegum og ígrunduðum hætti lýst yfir okkar efasemdum um að það sé hægt gera þetta og við munum bara halda áfram að vera málefnaleg í okkar málflutningi þegar kemur að skuldamálum heimilanna,“ segir Guðmundur.
Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Sjá meira