Er utangarðsfólk og heimilisleysi vandi Reykjavíkur? Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir skrifar 21. mars 2013 06:00 Nýleg úttekt Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar leiddi í ljós að í Reykjavík eru 179 einstaklingar heimilislausir eða utangarðs. Sambærileg úttekt var gerð árið 2009 og þá féll 121 einstaklingur undir skilgreininguna, aukning í hópnum er því liðlega 30% á þremur árum. Ekki eru allir þessir einstaklingar Reykvíkingar samkvæmt Þjóðskrá, en þeir halda þó flestir til í Reykjavík. Fjölmennasti hópur utangarðsfólks á við margháttaðan félagslegan vanda að stríða þ.m.t. fíknivanda og geðsjúkdóma. Reykjavíkurborg hefur frá árinu 2008 verið með sérstaka stefnu í málaflokknum. Á síðustu árum hafa borgaryfirvöld stóraukið þjónustu við hópinn og reka nú fjögur sértæk langtímabúsetuúrræði fyrir 25-29 einstaklinga sem áður voru í neyðarskýlum. Í langan tíma hefur Reykjavíkurborg greitt kostnað vegna reksturs Gistiskýlisins við Þingholtsstræti og Konukots. Gistiskýlið getur rúmað allt að tuttugu heimilislausa reykvíska karlmenn og Konukot átta reykvískar konur. Einstaklingar, með lögheimili utan Reykjavíkur, hafa einnig notið góðs af neyðarskýlum borgarinnar þegar húsrúm leyfir. Þar til nýlega hafa þessi úrræði náð að þjónusta þá sem leita eftir gistingu, en nú er svo komið að ásókn í næturgistingu í Gistiskýlinu hefur aukist svo mjög, að vísa hefur þurft einstaklingum frá gistingu. Karlmenn sem eru á götunni í Reykjavík með lögheimili í öðrum sveitarfélögum þurfa því að leita á náðir fangageymslu lögreglunnar með húsaskjól eða hreinlega sofa úti.Auka þarf fjölbreytni Í huga höfunda er vandinn víðtækari en svo að lausnin felist í að fjölga neyðarrúmum og stækka gistiskýli. Mikilvægt er að auka fjölbreytni í búsetúrræðum s.s fleiri langtímabúsetuúrræði þar sem vímuefnabindindi er ekki skilyrði. Þá þarf einhvers konar „edrúskýli“ þar sem einstaklingar sem eru að byrja að takast á við vímuefnavanda sinn, geta verið í vímulausu umhverfi þar sem sérhæft starfsfólk er á vaktinni. Það þarf sérhæft úrræði fyrir tvígreindar konur og öldrunar/hjúkrunarrými fyrir virka alkóhólista svo einhver dæmi séu nefnd. Einnig þarf að stórauka framboð á ódýru leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, því hluti af hópnum sem sækir sér neyðargistingu á ekki endilega við vímuefnavanda að stríða eða alvarlegar geðraskanir, þeir eru „bara“ fátækir. Það er staðreynd að fólk sem er í neyslu vímuefna eða áfengis leitar til höfuðborgarinnar hér á landi eins og annars staðar. En á þá heimilisleysi og utangarðsfólk eingöngu að vera vandi höfuðborgarinnar? Sveitarfélög á Íslandi eru 75 talsins og aðeins eitt þeirra hefur byggt upp úrræði fyrir utangarðsfólk. Í 46. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga er kveðið á um að félagsmálanefndir skuli sjá til þess að veita þeim fjölskyldum og einstaklingum, sem ekki eru færir um það sjálfir, úrlausn í húsnæðismálum til að leysa úr bráðum vanda á meðan unnið er að varanlegri lausn. Þrátt fyrir það hefur Reykjavíkurborg borið ein kostnað af rekstri neyðargistiskýla fyrir heimilislausa sem þar til nú hafa þjónustað utangarðsfólk af allri landsbyggðinni.Heimilislausum fjölgar Mörg sveitarfélög setja enn það sem skilyrði fyrir þjónustu, að viðkomandi hafi farið í meðferð og sé í bataferli. Í 50 gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga segir að félagsmálanefndir sveitarfélaga skuli hlutast til um að áfengissjúkir og þeir sem misnota áfengi eða aðra vímugjafa fái viðeigandi meðferð og aðstoð. Okkar túlkun á þessari grein er sú að sveitarfélögum beri skylda til að mæta skjólstæðingum sínum þar sem þeir eru staddir og veita þeim viðeigandi aðstoð og stuðning. Sú hugmyndafræði sem reynst hefur vel í vinnu með utangarðsfólki er skaðaminnkandi nálgun. Grunnhugmynd skaðaminnkunar er virðing fyrir einstaklingum, að minnka skaðann af því líferni sem þeir lifa og veita þeim þjónustu án skilyrða um edrúmennsku. Langtímabúseta þar sem vímuefnaneysla er leyfð, er skaðaminnkandi úrræði sem Reykjavíkurborg hefur þróað í auknum mæli undanfarin misseri og hefur gefið góða raun. Heimilislausum einstaklingum fer fjölgandi. Það er orðið tímabært að sveitarfélögin komi með markvissum hætti að málaflokki utangarðsfólks. Samvinna hlutaðeigandi aðila er forsenda þess að hægt sé að virða mannréttindi alls utangarðsfólks í landinu. Vandinn er ekki einkamál borgaryfirvalda, ástandið er grafalvarlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýleg úttekt Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar leiddi í ljós að í Reykjavík eru 179 einstaklingar heimilislausir eða utangarðs. Sambærileg úttekt var gerð árið 2009 og þá féll 121 einstaklingur undir skilgreininguna, aukning í hópnum er því liðlega 30% á þremur árum. Ekki eru allir þessir einstaklingar Reykvíkingar samkvæmt Þjóðskrá, en þeir halda þó flestir til í Reykjavík. Fjölmennasti hópur utangarðsfólks á við margháttaðan félagslegan vanda að stríða þ.m.t. fíknivanda og geðsjúkdóma. Reykjavíkurborg hefur frá árinu 2008 verið með sérstaka stefnu í málaflokknum. Á síðustu árum hafa borgaryfirvöld stóraukið þjónustu við hópinn og reka nú fjögur sértæk langtímabúsetuúrræði fyrir 25-29 einstaklinga sem áður voru í neyðarskýlum. Í langan tíma hefur Reykjavíkurborg greitt kostnað vegna reksturs Gistiskýlisins við Þingholtsstræti og Konukots. Gistiskýlið getur rúmað allt að tuttugu heimilislausa reykvíska karlmenn og Konukot átta reykvískar konur. Einstaklingar, með lögheimili utan Reykjavíkur, hafa einnig notið góðs af neyðarskýlum borgarinnar þegar húsrúm leyfir. Þar til nýlega hafa þessi úrræði náð að þjónusta þá sem leita eftir gistingu, en nú er svo komið að ásókn í næturgistingu í Gistiskýlinu hefur aukist svo mjög, að vísa hefur þurft einstaklingum frá gistingu. Karlmenn sem eru á götunni í Reykjavík með lögheimili í öðrum sveitarfélögum þurfa því að leita á náðir fangageymslu lögreglunnar með húsaskjól eða hreinlega sofa úti.Auka þarf fjölbreytni Í huga höfunda er vandinn víðtækari en svo að lausnin felist í að fjölga neyðarrúmum og stækka gistiskýli. Mikilvægt er að auka fjölbreytni í búsetúrræðum s.s fleiri langtímabúsetuúrræði þar sem vímuefnabindindi er ekki skilyrði. Þá þarf einhvers konar „edrúskýli“ þar sem einstaklingar sem eru að byrja að takast á við vímuefnavanda sinn, geta verið í vímulausu umhverfi þar sem sérhæft starfsfólk er á vaktinni. Það þarf sérhæft úrræði fyrir tvígreindar konur og öldrunar/hjúkrunarrými fyrir virka alkóhólista svo einhver dæmi séu nefnd. Einnig þarf að stórauka framboð á ódýru leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, því hluti af hópnum sem sækir sér neyðargistingu á ekki endilega við vímuefnavanda að stríða eða alvarlegar geðraskanir, þeir eru „bara“ fátækir. Það er staðreynd að fólk sem er í neyslu vímuefna eða áfengis leitar til höfuðborgarinnar hér á landi eins og annars staðar. En á þá heimilisleysi og utangarðsfólk eingöngu að vera vandi höfuðborgarinnar? Sveitarfélög á Íslandi eru 75 talsins og aðeins eitt þeirra hefur byggt upp úrræði fyrir utangarðsfólk. Í 46. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga er kveðið á um að félagsmálanefndir skuli sjá til þess að veita þeim fjölskyldum og einstaklingum, sem ekki eru færir um það sjálfir, úrlausn í húsnæðismálum til að leysa úr bráðum vanda á meðan unnið er að varanlegri lausn. Þrátt fyrir það hefur Reykjavíkurborg borið ein kostnað af rekstri neyðargistiskýla fyrir heimilislausa sem þar til nú hafa þjónustað utangarðsfólk af allri landsbyggðinni.Heimilislausum fjölgar Mörg sveitarfélög setja enn það sem skilyrði fyrir þjónustu, að viðkomandi hafi farið í meðferð og sé í bataferli. Í 50 gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga segir að félagsmálanefndir sveitarfélaga skuli hlutast til um að áfengissjúkir og þeir sem misnota áfengi eða aðra vímugjafa fái viðeigandi meðferð og aðstoð. Okkar túlkun á þessari grein er sú að sveitarfélögum beri skylda til að mæta skjólstæðingum sínum þar sem þeir eru staddir og veita þeim viðeigandi aðstoð og stuðning. Sú hugmyndafræði sem reynst hefur vel í vinnu með utangarðsfólki er skaðaminnkandi nálgun. Grunnhugmynd skaðaminnkunar er virðing fyrir einstaklingum, að minnka skaðann af því líferni sem þeir lifa og veita þeim þjónustu án skilyrða um edrúmennsku. Langtímabúseta þar sem vímuefnaneysla er leyfð, er skaðaminnkandi úrræði sem Reykjavíkurborg hefur þróað í auknum mæli undanfarin misseri og hefur gefið góða raun. Heimilislausum einstaklingum fer fjölgandi. Það er orðið tímabært að sveitarfélögin komi með markvissum hætti að málaflokki utangarðsfólks. Samvinna hlutaðeigandi aðila er forsenda þess að hægt sé að virða mannréttindi alls utangarðsfólks í landinu. Vandinn er ekki einkamál borgaryfirvalda, ástandið er grafalvarlegt.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar