Er utangarðsfólk og heimilisleysi vandi Reykjavíkur? Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir skrifar 21. mars 2013 06:00 Nýleg úttekt Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar leiddi í ljós að í Reykjavík eru 179 einstaklingar heimilislausir eða utangarðs. Sambærileg úttekt var gerð árið 2009 og þá féll 121 einstaklingur undir skilgreininguna, aukning í hópnum er því liðlega 30% á þremur árum. Ekki eru allir þessir einstaklingar Reykvíkingar samkvæmt Þjóðskrá, en þeir halda þó flestir til í Reykjavík. Fjölmennasti hópur utangarðsfólks á við margháttaðan félagslegan vanda að stríða þ.m.t. fíknivanda og geðsjúkdóma. Reykjavíkurborg hefur frá árinu 2008 verið með sérstaka stefnu í málaflokknum. Á síðustu árum hafa borgaryfirvöld stóraukið þjónustu við hópinn og reka nú fjögur sértæk langtímabúsetuúrræði fyrir 25-29 einstaklinga sem áður voru í neyðarskýlum. Í langan tíma hefur Reykjavíkurborg greitt kostnað vegna reksturs Gistiskýlisins við Þingholtsstræti og Konukots. Gistiskýlið getur rúmað allt að tuttugu heimilislausa reykvíska karlmenn og Konukot átta reykvískar konur. Einstaklingar, með lögheimili utan Reykjavíkur, hafa einnig notið góðs af neyðarskýlum borgarinnar þegar húsrúm leyfir. Þar til nýlega hafa þessi úrræði náð að þjónusta þá sem leita eftir gistingu, en nú er svo komið að ásókn í næturgistingu í Gistiskýlinu hefur aukist svo mjög, að vísa hefur þurft einstaklingum frá gistingu. Karlmenn sem eru á götunni í Reykjavík með lögheimili í öðrum sveitarfélögum þurfa því að leita á náðir fangageymslu lögreglunnar með húsaskjól eða hreinlega sofa úti.Auka þarf fjölbreytni Í huga höfunda er vandinn víðtækari en svo að lausnin felist í að fjölga neyðarrúmum og stækka gistiskýli. Mikilvægt er að auka fjölbreytni í búsetúrræðum s.s fleiri langtímabúsetuúrræði þar sem vímuefnabindindi er ekki skilyrði. Þá þarf einhvers konar „edrúskýli“ þar sem einstaklingar sem eru að byrja að takast á við vímuefnavanda sinn, geta verið í vímulausu umhverfi þar sem sérhæft starfsfólk er á vaktinni. Það þarf sérhæft úrræði fyrir tvígreindar konur og öldrunar/hjúkrunarrými fyrir virka alkóhólista svo einhver dæmi séu nefnd. Einnig þarf að stórauka framboð á ódýru leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, því hluti af hópnum sem sækir sér neyðargistingu á ekki endilega við vímuefnavanda að stríða eða alvarlegar geðraskanir, þeir eru „bara“ fátækir. Það er staðreynd að fólk sem er í neyslu vímuefna eða áfengis leitar til höfuðborgarinnar hér á landi eins og annars staðar. En á þá heimilisleysi og utangarðsfólk eingöngu að vera vandi höfuðborgarinnar? Sveitarfélög á Íslandi eru 75 talsins og aðeins eitt þeirra hefur byggt upp úrræði fyrir utangarðsfólk. Í 46. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga er kveðið á um að félagsmálanefndir skuli sjá til þess að veita þeim fjölskyldum og einstaklingum, sem ekki eru færir um það sjálfir, úrlausn í húsnæðismálum til að leysa úr bráðum vanda á meðan unnið er að varanlegri lausn. Þrátt fyrir það hefur Reykjavíkurborg borið ein kostnað af rekstri neyðargistiskýla fyrir heimilislausa sem þar til nú hafa þjónustað utangarðsfólk af allri landsbyggðinni.Heimilislausum fjölgar Mörg sveitarfélög setja enn það sem skilyrði fyrir þjónustu, að viðkomandi hafi farið í meðferð og sé í bataferli. Í 50 gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga segir að félagsmálanefndir sveitarfélaga skuli hlutast til um að áfengissjúkir og þeir sem misnota áfengi eða aðra vímugjafa fái viðeigandi meðferð og aðstoð. Okkar túlkun á þessari grein er sú að sveitarfélögum beri skylda til að mæta skjólstæðingum sínum þar sem þeir eru staddir og veita þeim viðeigandi aðstoð og stuðning. Sú hugmyndafræði sem reynst hefur vel í vinnu með utangarðsfólki er skaðaminnkandi nálgun. Grunnhugmynd skaðaminnkunar er virðing fyrir einstaklingum, að minnka skaðann af því líferni sem þeir lifa og veita þeim þjónustu án skilyrða um edrúmennsku. Langtímabúseta þar sem vímuefnaneysla er leyfð, er skaðaminnkandi úrræði sem Reykjavíkurborg hefur þróað í auknum mæli undanfarin misseri og hefur gefið góða raun. Heimilislausum einstaklingum fer fjölgandi. Það er orðið tímabært að sveitarfélögin komi með markvissum hætti að málaflokki utangarðsfólks. Samvinna hlutaðeigandi aðila er forsenda þess að hægt sé að virða mannréttindi alls utangarðsfólks í landinu. Vandinn er ekki einkamál borgaryfirvalda, ástandið er grafalvarlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nýleg úttekt Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar leiddi í ljós að í Reykjavík eru 179 einstaklingar heimilislausir eða utangarðs. Sambærileg úttekt var gerð árið 2009 og þá féll 121 einstaklingur undir skilgreininguna, aukning í hópnum er því liðlega 30% á þremur árum. Ekki eru allir þessir einstaklingar Reykvíkingar samkvæmt Þjóðskrá, en þeir halda þó flestir til í Reykjavík. Fjölmennasti hópur utangarðsfólks á við margháttaðan félagslegan vanda að stríða þ.m.t. fíknivanda og geðsjúkdóma. Reykjavíkurborg hefur frá árinu 2008 verið með sérstaka stefnu í málaflokknum. Á síðustu árum hafa borgaryfirvöld stóraukið þjónustu við hópinn og reka nú fjögur sértæk langtímabúsetuúrræði fyrir 25-29 einstaklinga sem áður voru í neyðarskýlum. Í langan tíma hefur Reykjavíkurborg greitt kostnað vegna reksturs Gistiskýlisins við Þingholtsstræti og Konukots. Gistiskýlið getur rúmað allt að tuttugu heimilislausa reykvíska karlmenn og Konukot átta reykvískar konur. Einstaklingar, með lögheimili utan Reykjavíkur, hafa einnig notið góðs af neyðarskýlum borgarinnar þegar húsrúm leyfir. Þar til nýlega hafa þessi úrræði náð að þjónusta þá sem leita eftir gistingu, en nú er svo komið að ásókn í næturgistingu í Gistiskýlinu hefur aukist svo mjög, að vísa hefur þurft einstaklingum frá gistingu. Karlmenn sem eru á götunni í Reykjavík með lögheimili í öðrum sveitarfélögum þurfa því að leita á náðir fangageymslu lögreglunnar með húsaskjól eða hreinlega sofa úti.Auka þarf fjölbreytni Í huga höfunda er vandinn víðtækari en svo að lausnin felist í að fjölga neyðarrúmum og stækka gistiskýli. Mikilvægt er að auka fjölbreytni í búsetúrræðum s.s fleiri langtímabúsetuúrræði þar sem vímuefnabindindi er ekki skilyrði. Þá þarf einhvers konar „edrúskýli“ þar sem einstaklingar sem eru að byrja að takast á við vímuefnavanda sinn, geta verið í vímulausu umhverfi þar sem sérhæft starfsfólk er á vaktinni. Það þarf sérhæft úrræði fyrir tvígreindar konur og öldrunar/hjúkrunarrými fyrir virka alkóhólista svo einhver dæmi séu nefnd. Einnig þarf að stórauka framboð á ódýru leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, því hluti af hópnum sem sækir sér neyðargistingu á ekki endilega við vímuefnavanda að stríða eða alvarlegar geðraskanir, þeir eru „bara“ fátækir. Það er staðreynd að fólk sem er í neyslu vímuefna eða áfengis leitar til höfuðborgarinnar hér á landi eins og annars staðar. En á þá heimilisleysi og utangarðsfólk eingöngu að vera vandi höfuðborgarinnar? Sveitarfélög á Íslandi eru 75 talsins og aðeins eitt þeirra hefur byggt upp úrræði fyrir utangarðsfólk. Í 46. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga er kveðið á um að félagsmálanefndir skuli sjá til þess að veita þeim fjölskyldum og einstaklingum, sem ekki eru færir um það sjálfir, úrlausn í húsnæðismálum til að leysa úr bráðum vanda á meðan unnið er að varanlegri lausn. Þrátt fyrir það hefur Reykjavíkurborg borið ein kostnað af rekstri neyðargistiskýla fyrir heimilislausa sem þar til nú hafa þjónustað utangarðsfólk af allri landsbyggðinni.Heimilislausum fjölgar Mörg sveitarfélög setja enn það sem skilyrði fyrir þjónustu, að viðkomandi hafi farið í meðferð og sé í bataferli. Í 50 gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga segir að félagsmálanefndir sveitarfélaga skuli hlutast til um að áfengissjúkir og þeir sem misnota áfengi eða aðra vímugjafa fái viðeigandi meðferð og aðstoð. Okkar túlkun á þessari grein er sú að sveitarfélögum beri skylda til að mæta skjólstæðingum sínum þar sem þeir eru staddir og veita þeim viðeigandi aðstoð og stuðning. Sú hugmyndafræði sem reynst hefur vel í vinnu með utangarðsfólki er skaðaminnkandi nálgun. Grunnhugmynd skaðaminnkunar er virðing fyrir einstaklingum, að minnka skaðann af því líferni sem þeir lifa og veita þeim þjónustu án skilyrða um edrúmennsku. Langtímabúseta þar sem vímuefnaneysla er leyfð, er skaðaminnkandi úrræði sem Reykjavíkurborg hefur þróað í auknum mæli undanfarin misseri og hefur gefið góða raun. Heimilislausum einstaklingum fer fjölgandi. Það er orðið tímabært að sveitarfélögin komi með markvissum hætti að málaflokki utangarðsfólks. Samvinna hlutaðeigandi aðila er forsenda þess að hægt sé að virða mannréttindi alls utangarðsfólks í landinu. Vandinn er ekki einkamál borgaryfirvalda, ástandið er grafalvarlegt.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun