Innlent

Greinir hjartagalla í börnum

Hanna Ruth Ólafsdóttir skrifar
María Dís Gunnarsdóttir, fjögurra ára, var hvergi bangin þegar hún tók þátt í að vígja nýtt hjartaómskoðunartæki, Hjört, á Barnaspítala Hringsins í gær. Fyrir tækinu safnaðist í átakinu Á allra vörum árið 2011. Á myndinni eru einnig Gróa Ásgeirsdóttir og Elísabet Sveinsdóttir frá Neistanum og Hróðmar Helgason barnahjartalæknir.
María Dís Gunnarsdóttir, fjögurra ára, var hvergi bangin þegar hún tók þátt í að vígja nýtt hjartaómskoðunartæki, Hjört, á Barnaspítala Hringsins í gær. Fyrir tækinu safnaðist í átakinu Á allra vörum árið 2011. Á myndinni eru einnig Gróa Ásgeirsdóttir og Elísabet Sveinsdóttir frá Neistanum og Hróðmar Helgason barnahjartalæknir. Fréttablaðið/Pjetur
María Dís Gunnarsdóttir, fjögurra ára stúlka, var fyrsta barnið sem var skoðað með Hirti, nýja hjartaómskoðunartækinu sem var tekið í formlega notkun á Barnaspítala Hringsins í gær.

Hjörtur er hjartaómskoðunartæki af nýjustu gerð. Þjóðarátakið Á allra vörum árið 2011 safnaði fyrir tækinu. Í tilkynningu Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna, kemur fram að tækið geri læknum kleift að greina betur og fyrr hjartagalla í fæddum og ófæddum börnum.

Í tækinu er hægt að skoða hjartað í þrívídd og eru myndgæði meiri en áður hefur þekkst. Þá mun hagræði við gagnavinnslu meira og hægt að skoða gögn úr tækinu hvar sem er, innan sem utan spítalans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×