Innlent

Tjarnarstiklur varhugaverðar

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Borgin hafnar útsýnisstiklum.
Borgin hafnar útsýnisstiklum. Fréttablaðið/Stefán
Tillögu um uppsetningu umhverfisverks í Reykjavíkurtjörn var í gær hafnað í borgarráði. Listaverkið átti að felast í lágreistum stiklum úr kuðungslaga boga út að útsýnispalli í Tjörninni.

Safnstjóri Listasafns Reykjavíkur sagði í umsögn sinni að verkið myndi verða of afgerandi inngrip, kynni að skaða lífríkið og skapaði hættu fyrir þá sem færu út á stiklurnar. Listamaðurinn Þorbergur Þórsson sagði hins vegar verkið mundu gefa fólki ný sjónarhorn.

„Ef horft er á borgina sem heild virðist blasa við að hættan sem af verkinu stafar geti vart verið mælanleg,“ sagði Þorbergur í bréfi til borgarráðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×