Innlent

Sópa og þvo götur og gangstéttar

Hanna Ruth Ólafsdóttir skrifar
Hinrik Pálmason, starfsmaður Hreinsitækni, þvær göturnar á þvottabílnum.
Hinrik Pálmason, starfsmaður Hreinsitækni, þvær göturnar á þvottabílnum. Fréttablaðið/Stefán
„Við tökum eitt hverfi á dag. Þetta er fyrst grófhreinsað og svo komum við og þvoum yfir þetta á eftir, “ segir Hinrik Pálmason, starfsmaður hjá Hreinsitækni, sem ekur um á vatnsbíl og þvær götur borgarinnar þessa daga.

Hinrik segir göturnar koma ívið betur undan vetri þetta sumarið enda veturinn frekar snjóléttur. „Óhreinindin eru samt alveg nóg fyrir það,“ segir hann og bendir á að alltaf sé mikið af sandi og drullu eftir veturinn. Íbúum í þeim hverfum þar sem hreinsun mun fara fram í er gert viðvart með bréfi og þeir beðnir um að liðka til og færa bíla sína af þeim götum sem þrífa á hverju sinni. Hinrik segir það upp og ofan hvernig íbúar bregðast við þeim tilmælum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×