Fótbolti

Stækkun framundan í MLS?

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Clint Dempsey í fyrsta leik sínum í MLS í sjö ár
Clint Dempsey í fyrsta leik sínum í MLS í sjö ár Mynd/Gettyimages
Fótbolti nýtur sífellt meiri vinsælda í Bandaríkjunum og er umræða um að bæta við fleiri liðum í deildina.

Hugmyndin er að bæta við fjórum liðum tímabilið 2020 samkvæmt formanni deildarinnar, Don Garber. Í dag eru 19 lið í deildinni en New York City kemur inn í deildina árið 2015. Ef stækkunin fer fram verður MLS fjölmennasta efsta-deild heims með 24 lið.

„MLS er í sífelldri stækkun og með bætingu nýrra liða náum við vonandi að auka áhorfið. Markmið okkar er að auka áhorf á MLS og verða ein af bestu deildum heims 2022," sagði Don.

Hugmyndin um stækkun deildarinnar hefur vakið athygli og fylgjast borgir líkt og Orlando, Miami, Atlanta, Minneapolis, Detroit og Sacramento spennt með málinu.

Orðrómar hafa verið uppi um að David Beckham verði á bak við eitt af nýju liðunum og er talið að hann sé með augun á Miami.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×