Innlent

900 ungmennum tryggð vinna í Hafnarfirði

Þau eru fjölbreytt störfin sem ungmennin taka að sér.
Þau eru fjölbreytt störfin sem ungmennin taka að sér.
Öllum 14 til 17 ára ungmennum sem sækja um hjá Hafnarfjarðarbæ verður tryggð vinna samkvæmt tilkynningu frá bænum.

Nú styttist í sumarið og umsóknir um sumarstörf hvað varðar aldurshópinn 17 ára og eldri streyma inn til Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Þar er um að ræða m.a. störf fyrir flokksstjóra í Vinnuskólann, leiðbeinendur og aðstoðarleiðbeinendur á leikjanámskeiðum, á gæsluvöllum og störf hjá garðyrkjustjóra.

Opnað verður fyrir umsóknir fyrir aldurshópinn 14 – 16 ára í byrjun maí. 17 ára og eldri geta sótt um sumarstarf á www.hafnarfjordur.is en umsóknarfrestur fyrir þennan hóp rennur út 12. apríl samkvæmt tilkynningu.

Í sumar er gert ráð fyrir að Vinnuskóli Hafnarfjarðar ráði um 900 einstaklinga á þessum aldri og munu krakkarnir vinna á hinum ýmsu starfsstöðvum og takast á við fjölbreytt verkefni.

Undirbúningur fyrir sumarið stendur nú sem hæst og starfsfólk Vinnuskóla Hafnarfjarðar / ÍTH vinnur hörðum höndum að því að skipuleggja ánægjulegt sumar fyrir þennan stóra hóp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×