Innlent

Áratuga gömlu reiðhjóli stolið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þessu reiðhjóli var stolið.
Þessu reiðhjóli var stolið.
Reiðhjóli sem var stolið úr húsi við Eiðismýri á Seltjarnarnesi er nú leitað. Málið var tilkynnt til lögreglu á skírdag. Um er að ræða blátt margra áratuga gamalt VEGA reiðhjól. Hjólið hefur ekki síst mikið tilfinningalegt gildi fyrir eigandann. Þeir sem geta veitt upplýsingar um hjólið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×