Fótbolti

Barry Smith rekinn frá Dundee

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Skoska úrvalsdeildarfélagið Dundee rak í dag Barry Smith, fyrrum leikmann Vals, úr starfi knattspyrnustjóra félagsins.

Smith tók við liðinu árið 2010 þegar að félagið var í greiðslustöðvun. Hann átti stóran þátt í að koma liðinu aftur á réttan kjöl og svo upp í skosku úrvalsdeildina, þar sem Dundee er nú nýliði. Liðið er þó í neðsta sæti deildarinnar nú og fimmtán stigum frá öruggu sæti.

Dundee komst upp í skosku úrvalsdeildina þegar að stórliðið Rangers var dæmt úr úrvalsdeildinni eftir að félagið var leyst upp.

Þrátt fyrir slæmt gengi lýsti stjórn Dundee yfir stuðningi við Smith í síðasta mánuði en hefur nú breytt afstöðu sinni. Dundee hefur ekki unnið í tólf deildarleikjum í röð.

Smith var varnarmaður og spilaði með Val frá 2006 til 2008. Hann hóf leikmannaferilinn hjá Celtic en spilaði í meira en áratug með Dundee.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×