Enski boltinn

Mignolet til í slaginn við Reina

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Simon Mignolet
Simon Mignolet
Belgíski landsliðsmarkvörðurinn Simon Mignolet, sem gekk til liðs við Liverpool á dögunum segist vera tilbúinn að berjast við Pepe Reina um stöðu aðalmarkvarðar hjá félaginu.

Mignolet sem var keyptur til félagsins fyrir níu milljónir punda var frábær á síðasta tímabili hjá Sunderland. Það voru getgátur á lofti að hann hefði verið fenginn til Liverpool þar sem Pepe Reina væri á förum frá félaginu.

Nýjustu fregnir herma að Reina fari ekki fet og því allar líkur á því að þeir tveir þurfi að berjast um markavarðastöðuna á næsta tímabili.

„Það þarf að vera samkeppni um allar stöður hjá svona stórum félögum. Ég lít á samkeppnina sem jákvæðan hlut enda bætir það þig sem leikmann og heldur þér einbeittari þegar þú færð tækifærið. Ég hef mikla trú á mínum hæfileikum," sagði Mignolet.

„Við erum búnir að gera góð kaup nú þegar og finnst mér þau sýna að liðið er með háleit markmið og á réttri leið. Ég finn fyrir því að liðið er metnaðarfullt í því verkefni að komast ofar í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili," sagði Simon Mignolet.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×