Fótbolti

Guðlaugur Victor í liði vikunnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðlaugur Victor fagnar marki sínu á dögunum.
Guðlaugur Victor fagnar marki sínu á dögunum. Nordicphotos/Getty
Guðlaugur Victor Pálsson var valinn í lið 5. umferðar hollensku deildarinnar fyrir frammistöðu sína í 1-1 jafntefli NEC Nijmegen gegn NAC Breda.

Guðlaugur Victor, sem skoraði mark NEC í leiknum með glæsilegu skoti, var bæði valinn í lið umferðarinnar hjá Voetbal International og De Telegraaf.

Aldrei þessu vant voru íslenskir framherjar ekki á skotskónum í umferðinni. Guðlaugur Victor hélt uppi heiðri Íslands með glæsilegu marki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×