Um réttar og rangar upplýsingar Andrés Pétursson skrifar 2. apríl 2012 06:00 Það er í raun kostulegt en um leið sorglegt að sjá geðshræringu andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu við opnun svokallaðrar Evrópustofu. Það er eins og fjandinn sjálfur hafi opnað skrifstofu á Íslandi miðað við viðbrögð sumra Nei-sinna. Það kom mér hins vegar á óvart að Björn Bjarnason skyldi bætast í þennan hóp þegar hann virtist fara alveg úr sambandi þegar fréttaskýringaþátturinn „Landinn“ fjallaði á yfirvegaðan hátt um möguleika Íslendinga á landsbyggðarstyrkjum frá Evrópusambandinu ef landið gengi í ESB. Björn Bjarnason hefur lengi verið í fararbroddi þeirra sem styðja vestræna samvinnu. Hann er meðal annars núverandi formaður Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál. Ég geng út frá því að Björn hafi nokkrum sinnum farið í kynnisferðir á vegum NATO til Washington, Brussel og London, sérstaklega þegar hann var starfandi blaðamaður á Morgunblaðinu. Mér dettur ekki í hug eina einustu mínútu að jafn vel gefinn maður og Björn hafi tekið fréttatilkynningar frá Atlantshafsbandalaginu og birt þær gagnrýnislaust í blaðinu. Hann notaði auðvitað þessar ferðir sínar til að bæta við þekkingu sína á eðli og uppbyggingu NATO. Það gerði hann hæfari til að vega og meta breytingar í alþjóðamálum og þannig miðla betri upplýsingum til Íslendinga. Á sama hátt og Björn hefur gert með styrk þann sem hann fékk frá Alþingi til að kynna sér eðli og uppbyggingu Evrópusambandsins. Ekki virðist sá styrkur hafa breytt skoðun Björns á Evrópumálum mikið né gert hann að Evrópusinna! En styrkurinn og þær upplýsingar sem hann hefur fengið í kjölfarið af ferð sinni til Brussel hefur örugglega hjálpað honum að móta skoðun sína á ESB. Á sama hátt mun almenningur, fjölmiðlafólk og aðrir geta fengið upplýsingar frá Evrópustofu og öðrum aðilum og þannig myndað sér upplýsta skoðun á því hvort það telji hag Íslendinga betur borgið innan eða utan Evrópusambandsins. Niðurgreitt Bændablað, ótrúlegar mýtur sem Útvarp Saga endurvarpar gagnrýnislaust og fjandsamlegir leiðarar og fréttaskýringar Morgunblaðsins sjá alveg um að koma neikvæðum fréttum um Evrópusambandið á framfæri. Ég er enginn sérstakur talsmaður Evrópustofu eða Evrópusambandsins í sjálfu sér en ég held að ég geti fullyrt að Evrópustofa muni ekki í sínum gögnum á neinn hátt taka afstöðu til þess hvort Íslendingar eigi að ganga í Evrópusambandið eða ekki. Evrópustofa mun reyna að birta raunsæja mynd af því fyrirbæri sem Evrópusambandið er. Það er hins vegar ekki létt verk því ESB er í raun flókið samband af frjálsu samstarfi fullvalda ríka en á sama tíma ákveðin samþætting á hlutverki þjóðríkja. Ég er hins vegar sannfærður eftir að hafa menntað mig sérstaklega í þessum málaflokki og starfað að Evrópumálum í næstum því tuttugu ár að innganga Íslands í Evrópusambandið yrði landi og þjóð til góðs. Það eru hins vegar ekki allir sammála mér og virði ég þær skoðanir. Það virðast hins vegar flestir vera á þeirri skoðun að það vanti meiri upplýsingar um Evrópusambandið. Það sætir því furðu að ákveðinn hópur manna virðist sannfærður að einungis neikvæðar og jafnvel rangar upplýsingar um Evrópusambandið séu þær einu sem megi birta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það er í raun kostulegt en um leið sorglegt að sjá geðshræringu andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu við opnun svokallaðrar Evrópustofu. Það er eins og fjandinn sjálfur hafi opnað skrifstofu á Íslandi miðað við viðbrögð sumra Nei-sinna. Það kom mér hins vegar á óvart að Björn Bjarnason skyldi bætast í þennan hóp þegar hann virtist fara alveg úr sambandi þegar fréttaskýringaþátturinn „Landinn“ fjallaði á yfirvegaðan hátt um möguleika Íslendinga á landsbyggðarstyrkjum frá Evrópusambandinu ef landið gengi í ESB. Björn Bjarnason hefur lengi verið í fararbroddi þeirra sem styðja vestræna samvinnu. Hann er meðal annars núverandi formaður Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál. Ég geng út frá því að Björn hafi nokkrum sinnum farið í kynnisferðir á vegum NATO til Washington, Brussel og London, sérstaklega þegar hann var starfandi blaðamaður á Morgunblaðinu. Mér dettur ekki í hug eina einustu mínútu að jafn vel gefinn maður og Björn hafi tekið fréttatilkynningar frá Atlantshafsbandalaginu og birt þær gagnrýnislaust í blaðinu. Hann notaði auðvitað þessar ferðir sínar til að bæta við þekkingu sína á eðli og uppbyggingu NATO. Það gerði hann hæfari til að vega og meta breytingar í alþjóðamálum og þannig miðla betri upplýsingum til Íslendinga. Á sama hátt og Björn hefur gert með styrk þann sem hann fékk frá Alþingi til að kynna sér eðli og uppbyggingu Evrópusambandsins. Ekki virðist sá styrkur hafa breytt skoðun Björns á Evrópumálum mikið né gert hann að Evrópusinna! En styrkurinn og þær upplýsingar sem hann hefur fengið í kjölfarið af ferð sinni til Brussel hefur örugglega hjálpað honum að móta skoðun sína á ESB. Á sama hátt mun almenningur, fjölmiðlafólk og aðrir geta fengið upplýsingar frá Evrópustofu og öðrum aðilum og þannig myndað sér upplýsta skoðun á því hvort það telji hag Íslendinga betur borgið innan eða utan Evrópusambandsins. Niðurgreitt Bændablað, ótrúlegar mýtur sem Útvarp Saga endurvarpar gagnrýnislaust og fjandsamlegir leiðarar og fréttaskýringar Morgunblaðsins sjá alveg um að koma neikvæðum fréttum um Evrópusambandið á framfæri. Ég er enginn sérstakur talsmaður Evrópustofu eða Evrópusambandsins í sjálfu sér en ég held að ég geti fullyrt að Evrópustofa muni ekki í sínum gögnum á neinn hátt taka afstöðu til þess hvort Íslendingar eigi að ganga í Evrópusambandið eða ekki. Evrópustofa mun reyna að birta raunsæja mynd af því fyrirbæri sem Evrópusambandið er. Það er hins vegar ekki létt verk því ESB er í raun flókið samband af frjálsu samstarfi fullvalda ríka en á sama tíma ákveðin samþætting á hlutverki þjóðríkja. Ég er hins vegar sannfærður eftir að hafa menntað mig sérstaklega í þessum málaflokki og starfað að Evrópumálum í næstum því tuttugu ár að innganga Íslands í Evrópusambandið yrði landi og þjóð til góðs. Það eru hins vegar ekki allir sammála mér og virði ég þær skoðanir. Það virðast hins vegar flestir vera á þeirri skoðun að það vanti meiri upplýsingar um Evrópusambandið. Það sætir því furðu að ákveðinn hópur manna virðist sannfærður að einungis neikvæðar og jafnvel rangar upplýsingar um Evrópusambandið séu þær einu sem megi birta.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar