Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar 9. október 2025 14:31 Frelsi á Íslandi á sér djúpar rætur og er óaðskiljanlegur þáttur í sjálfsmynd þjóðarinnar. Frá landnámsöld til okkar tíma hefur hugmyndin um frelsi þróast og það er margt í sögu Íslands sem hefur mótað afstöðu Íslendinga til frelsis. Frelsið endurspeglast m.a. í lýðræðishefðum, réttindum einstaklinga og samfélagslegu sjálfstæði. Það hefur verið afar áhugavert að fylgjast með umræðu um frelsi á Íslandi síðustu vikur, jafnvel mánuði og ár. Umræðu sem að einhverju leyti litast af umræðu og umfjöllun um frelsi í öðrum löndum. Að mínu mati eru of margir sem taka þátt í umræðunni um frelsi ofur viðkvæmir fyrir skoðunum annarra og móðgast oft á tíðum yfir orðræðunni. Þetta á ekki síst við um þá sem eru hvað dómharðastir og nýta sér tjáningarfrelsið til að flokka fólk og setja það á bása. Vilja skilgreina fólk t.d. eftir trú, samfélagsstöðu, skautun í stjórnmálum eða kynvitund. Það er að mínu mati mikilvægt að gæta að jafnvæginu milli réttinda til að tjá skoðanir sínar og ábyrgðarinnar sem því fylgir, sérstaklega þegar túlka mætti framsetninguna sem hatursorðræðu og ærumeiðingar. Á Íslandi er tjáningarfrelsi verndað af stjórnarskránni, en það hafa líka verið sett í lög takmarkanir um tjáningu sem telst andstæð lögum, eins og um meiðyrði. En þjóðfélagsleg umræða litast oft af því hvar menn vilja draga mörkin. Við þekkjum öll umræðuna um samfélagsmiðla þar sem margir Íslendingar tjá sig frjálslega, en þar getur verið erfitt að draga mörk milli þess sem telst viðeigandi tjáning og þess sem getur brotið í bága við t.d. reglur um hatursorðræðu. Umræðan um frelsi mun örugglega halda áfram að þróast, sérstaklega í ljósi samfélagslegra breytinga og tækniþróunar. Mig langar með þessari grein óska þess að við sýnum ábyrgð þegar við tjáum okkur, sérstaklega um annað fólk. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Björn Björgvinsson Samfélagsmiðlar Viðreisn Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Skoðun Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Sjá meira
Frelsi á Íslandi á sér djúpar rætur og er óaðskiljanlegur þáttur í sjálfsmynd þjóðarinnar. Frá landnámsöld til okkar tíma hefur hugmyndin um frelsi þróast og það er margt í sögu Íslands sem hefur mótað afstöðu Íslendinga til frelsis. Frelsið endurspeglast m.a. í lýðræðishefðum, réttindum einstaklinga og samfélagslegu sjálfstæði. Það hefur verið afar áhugavert að fylgjast með umræðu um frelsi á Íslandi síðustu vikur, jafnvel mánuði og ár. Umræðu sem að einhverju leyti litast af umræðu og umfjöllun um frelsi í öðrum löndum. Að mínu mati eru of margir sem taka þátt í umræðunni um frelsi ofur viðkvæmir fyrir skoðunum annarra og móðgast oft á tíðum yfir orðræðunni. Þetta á ekki síst við um þá sem eru hvað dómharðastir og nýta sér tjáningarfrelsið til að flokka fólk og setja það á bása. Vilja skilgreina fólk t.d. eftir trú, samfélagsstöðu, skautun í stjórnmálum eða kynvitund. Það er að mínu mati mikilvægt að gæta að jafnvæginu milli réttinda til að tjá skoðanir sínar og ábyrgðarinnar sem því fylgir, sérstaklega þegar túlka mætti framsetninguna sem hatursorðræðu og ærumeiðingar. Á Íslandi er tjáningarfrelsi verndað af stjórnarskránni, en það hafa líka verið sett í lög takmarkanir um tjáningu sem telst andstæð lögum, eins og um meiðyrði. En þjóðfélagsleg umræða litast oft af því hvar menn vilja draga mörkin. Við þekkjum öll umræðuna um samfélagsmiðla þar sem margir Íslendingar tjá sig frjálslega, en þar getur verið erfitt að draga mörk milli þess sem telst viðeigandi tjáning og þess sem getur brotið í bága við t.d. reglur um hatursorðræðu. Umræðan um frelsi mun örugglega halda áfram að þróast, sérstaklega í ljósi samfélagslegra breytinga og tækniþróunar. Mig langar með þessari grein óska þess að við sýnum ábyrgð þegar við tjáum okkur, sérstaklega um annað fólk. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar