Telur áfengisauglýsingum hafa fjölgað BBI skrifar 29. október 2012 19:52 Siv telur að áfengisauglýsingum hafi fjölgað síðustu misseri. Áfengisauglýsingum hefur fjölgað talsvert í fjölmiðlum landsins að mati Sivjar Friðleifsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Hún telur að bjórframleiðendur og innflutningsaðilar hafi verið að færa sig upp á skaftið í auglýsingum og telur brýnt að stöðva þá þróun. „Það er náttúrlega verið að sniðganga lög með þessum auglýsingum," segir Siv og á þá sérstaklega við auglýsingar á léttöli sem er í eins umbúðum og áfengur bjór. „Í dag er í raun verið að auglýsa áfengan bjór með nánast ósýnilegum stöfum neðst í auglýsingunni þar sem stendur léttöl. Svo það er verið að sniðganga lög. Það er ekki hægt að túlka þetta með neinum öðrum hætti," segir hún. Siv lagði fram fyrirspurn á Alþingi vegna áfengisauglýsinga á RÚV sem henni finnst hafa aukist talsvert á síðustu misserum. Hún telur vandann þó ekki einskorðaðan við RÚV en fyrirspurnina lagði hún fram eftir að hún sá áfengisauglýsingu á RÚV sem miðaði sérstaklega að ungu fólki. Áfengisauglýsingunni var þá skeytt við auglýsingu á nýjustu Bond myndinni. „Þegar þessi mynd, Skyfall var auglýst, þá var áfengisauglýsing tengd við þá auglýsingu," segir hún. Með því telur hún reynt að höfða til ungs fólks og finnst full langt gengið.Skýrara bann við áfengisauglýsingum Um þessar mundir er frumvarp til breytinga á áfengislögum til meðferðar á Alþingi. Með breytingunum á að setja skýrara bann við áfengisauglýsingum. Frumvarpið var lagt fram í fyrra en fékk ekki afgreiðslu. Siv telur að með frumvarpinu sé tekið á vandanum með fullnægjandi hætti. Samkvæmt frumvarpinu verður m.a. óheimilt að auglýsa drykki, jafnvel þó þeir innihaldi minna en 2,25% af vínanda ef þeir eru í eins umbúðum og áfengir drykkir. Þannig á að taka fyrir að menn sniðgangi auglýsingabannið. „Ég tel afar brýnt að þingflokkar sameinist um þessar breytingar," segir Siv og vonar að frumvarpið verði afgreitt frá þinginu í vetur.Hér má nálgast frumvarpið. Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Áfengisauglýsingum hefur fjölgað talsvert í fjölmiðlum landsins að mati Sivjar Friðleifsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Hún telur að bjórframleiðendur og innflutningsaðilar hafi verið að færa sig upp á skaftið í auglýsingum og telur brýnt að stöðva þá þróun. „Það er náttúrlega verið að sniðganga lög með þessum auglýsingum," segir Siv og á þá sérstaklega við auglýsingar á léttöli sem er í eins umbúðum og áfengur bjór. „Í dag er í raun verið að auglýsa áfengan bjór með nánast ósýnilegum stöfum neðst í auglýsingunni þar sem stendur léttöl. Svo það er verið að sniðganga lög. Það er ekki hægt að túlka þetta með neinum öðrum hætti," segir hún. Siv lagði fram fyrirspurn á Alþingi vegna áfengisauglýsinga á RÚV sem henni finnst hafa aukist talsvert á síðustu misserum. Hún telur vandann þó ekki einskorðaðan við RÚV en fyrirspurnina lagði hún fram eftir að hún sá áfengisauglýsingu á RÚV sem miðaði sérstaklega að ungu fólki. Áfengisauglýsingunni var þá skeytt við auglýsingu á nýjustu Bond myndinni. „Þegar þessi mynd, Skyfall var auglýst, þá var áfengisauglýsing tengd við þá auglýsingu," segir hún. Með því telur hún reynt að höfða til ungs fólks og finnst full langt gengið.Skýrara bann við áfengisauglýsingum Um þessar mundir er frumvarp til breytinga á áfengislögum til meðferðar á Alþingi. Með breytingunum á að setja skýrara bann við áfengisauglýsingum. Frumvarpið var lagt fram í fyrra en fékk ekki afgreiðslu. Siv telur að með frumvarpinu sé tekið á vandanum með fullnægjandi hætti. Samkvæmt frumvarpinu verður m.a. óheimilt að auglýsa drykki, jafnvel þó þeir innihaldi minna en 2,25% af vínanda ef þeir eru í eins umbúðum og áfengir drykkir. Þannig á að taka fyrir að menn sniðgangi auglýsingabannið. „Ég tel afar brýnt að þingflokkar sameinist um þessar breytingar," segir Siv og vonar að frumvarpið verði afgreitt frá þinginu í vetur.Hér má nálgast frumvarpið.
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira