Áfengisauglýsingar færast á Facebook SH skrifar 31. október 2012 08:00 Stjórnarmaður í SÍA segist ekki horfa svo á erlendan fótboltaleik í sjónvarpinu að þar séu ekki bjórauglýsingar án fyrirvara um að átt sé við „léttöl“. „Þessar auglýsingar eru að færast rosalega mikið inn á Facebook og alla þessa miðla,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum. Innlendir áfengisframleiðendur og -birgjar nýta sér í auknum mæli samfélagsmiðla, einkum Facebook, sem auglýsingavettvang. Ólíkt því sem tíðkast í sjónvarps- og blaðaauglýsingum er í vefauglýsingum alla jafna ekki gerður fyrirvari um að um léttöl sé að ræða. Foreldrasamtökin sem Árni fer fyrir halda úti heimasíðunni Foreldrasamtok.is þar sem hægt er að senda nafnlausar ábendingar um áfengisauglýsingar, ekki síst þær sem taldar eru beinast að börnum. Árni segir að mjög margar tilkynningar berist um auglýsingar á Facebook. „Við höfum bent fólki á að ýta á tilkynningarhnappinn og kvarta yfir því að þarna sé um ólöglega áfengisauglýsingu að ræða – að minnsta kosti á Íslandi.“ Þá er að mati Árna ekki víst að síður á borð við Facebook séu utan íslenskrar lögsögu enda beinist markaðssetningin sérstaklega að íslenskum notendum. Hann telur að helsta ástæða þess að menn leyfi sér að gera þetta sé sú að mál af þessu tagi séu ekki tekin alvarlega hjá lögregluyfirvöldum. Hann bendir á að enginn dómur hafi fallið fyrir ólöglega auglýsingu á áfengi frá því árið 2009. Valgeir Magnússon, stjórnarmaður í Samtökum íslenskra auglýsingastofa, segist ekki vera lögfróður maður. „En ég veit að þegar ég horfi á fótbolta um helgi, þá eru bjórauglýsingar á fótboltavellinum án þess að það sé sett léttöl yfir í íslensku útsendingunni. Það er voða flókið að vera með önnur lög en umheimurinn af því að við erum ekki lengur lokað land.“ Hann segir það ekki óeðlilegan farveg að auglýsendur leiti í auknum mæli inn á netið. „Og ég held að það væri nær að kenna auglýsingalæsi í staðinn fyrir að rembast við að hefta hluti sem er ekki hægt að hefta.“ Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Sjá meira
„Þessar auglýsingar eru að færast rosalega mikið inn á Facebook og alla þessa miðla,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum. Innlendir áfengisframleiðendur og -birgjar nýta sér í auknum mæli samfélagsmiðla, einkum Facebook, sem auglýsingavettvang. Ólíkt því sem tíðkast í sjónvarps- og blaðaauglýsingum er í vefauglýsingum alla jafna ekki gerður fyrirvari um að um léttöl sé að ræða. Foreldrasamtökin sem Árni fer fyrir halda úti heimasíðunni Foreldrasamtok.is þar sem hægt er að senda nafnlausar ábendingar um áfengisauglýsingar, ekki síst þær sem taldar eru beinast að börnum. Árni segir að mjög margar tilkynningar berist um auglýsingar á Facebook. „Við höfum bent fólki á að ýta á tilkynningarhnappinn og kvarta yfir því að þarna sé um ólöglega áfengisauglýsingu að ræða – að minnsta kosti á Íslandi.“ Þá er að mati Árna ekki víst að síður á borð við Facebook séu utan íslenskrar lögsögu enda beinist markaðssetningin sérstaklega að íslenskum notendum. Hann telur að helsta ástæða þess að menn leyfi sér að gera þetta sé sú að mál af þessu tagi séu ekki tekin alvarlega hjá lögregluyfirvöldum. Hann bendir á að enginn dómur hafi fallið fyrir ólöglega auglýsingu á áfengi frá því árið 2009. Valgeir Magnússon, stjórnarmaður í Samtökum íslenskra auglýsingastofa, segist ekki vera lögfróður maður. „En ég veit að þegar ég horfi á fótbolta um helgi, þá eru bjórauglýsingar á fótboltavellinum án þess að það sé sett léttöl yfir í íslensku útsendingunni. Það er voða flókið að vera með önnur lög en umheimurinn af því að við erum ekki lengur lokað land.“ Hann segir það ekki óeðlilegan farveg að auglýsendur leiti í auknum mæli inn á netið. „Og ég held að það væri nær að kenna auglýsingalæsi í staðinn fyrir að rembast við að hefta hluti sem er ekki hægt að hefta.“
Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent