Manchester United tókst ekki að skora þrátt fyrir fjölda færa í æfingaleik sínum gegn Vålarenga í Noregi í dag.
Flestar skærstu stjörnu United tóku þátt í leiknum og óhætt er að segja að nóg hafi verið af færum. Besta færið fékk Danny Welbeck í fyrri hálfleik þegar hann skaut beint á markið af stuttu færi.
Michael Phelpan stýrði liði United í dag þar sem Sir Alex Ferguson átti ekki heimangengt. Nemaja Vidic spilaði í vörn United í fyrsta skipti í átta mánuði og sagðist í viðtali eftir leikinn líða vel og vera klár í slaginn.
Veigar Páll Gunnarsson var ekki í leikmannahópi norska liðsins frekar en fyrri daginn.
Næsti æfingaleikur United er gegn Barcelona í Gautaborg á miðvikudag. Ferguson verðru kominn til móts við liðs sitt fyrir þann leik en um 29 ár eru síðan Ferguson stýrði Aberdeen til sigurs í Evrópukeppni bikarhafa gegn Real Madrid á Ullevi.
Liðið leikur svo gegn Hannover 96 á laugardag sem verður síðasti æfingaleikurinn fyrir ensku úrvalsdeildina sem hefst aðra helgi. United sækir Everton heim í fyrstu umferð.
Veigarslaust lið Vålarenga hélt jöfnu gegn United
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti






Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti


Belgar kveðja EM með sigri
Fótbolti
