Erlent

Yfirmanni hersins í Norður Kóreu vikið frá störfum

Æðsta yfirmanni hersins í Norður Kóreu, Ri Yong-ho hefur óvænt verið vikið frá störfum og jafnframt hefur honum verið vikið úr öllum opinberum stöðum sínum en hann var háttsettur í Verkamannaflokki landsins og varaformaður hinnar valdamiklu miðstjórnar hersins.

Í opinberri tilkynningu um málið segir að Yong-ho hafi látið af störfum vegna veikinda. Í frétt um málið á BBC segir að fáir taki þá útskýringu trúanlega. Yong-ho var gerður að yfirmanni hersins fyrir þremur árum þegar Kim Jong-il var enn við völd í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×