Fótbolti

Dundee tekur sæti Rangers í skosku úrvalsdeildinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Barry Smith fagnar marki ásamt Matthíasi Guðmundssyni og Pálma Rafni Pálmasyni sumarið 2006.
Barry Smith fagnar marki ásamt Matthíasi Guðmundssyni og Pálma Rafni Pálmasyni sumarið 2006. Mynd / Anton
Dundee verður tólfta félagið í skosku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Félagið tekur sæti Rangers sem hefur leik í haust í fjórðu efstu deild en félagið er í greiðslustöðvun.

Dundee, sem hafnaði í öðru sæti næstefstu deildar á síðustu leiktíð, var valið fram yfir Dunfermline sem féll úr skosku úrvalsdeildinni á afstaðinni leiktíð.

Knattspyrnustjório Dundee er Barry Smith sem varð Íslandsmeistari með Valsmönnum sumarið 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×