Innlent

Ástþór segist ekki borga 150 krónur fyrir hverja undirskrift

Ástþór Magnússon, hefur lýst yfir framboði til forseta Íslands, í þriðja skiptið.
Ástþór Magnússon, hefur lýst yfir framboði til forseta Íslands, í þriðja skiptið. mynd/
„Nei þetta er bara bull," segir Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi, spurður hvort að hann borgi fólki, sem safnar meðmælum fyrir framboð hans, 150 krónur fyrir hverja undirskrift. Á Smugunni og DV hefur komið fram að Ástþór borgi þessa upphæð fyrir hverja undirskrift. Ástþór vísar þessu á bug, en vissulega borgi hann fólki sem starfi fyrir hann.

„Við erum ekki að svara svona bulli. Við erum bara að vinna vinnuna okkar. Auðvitað fær fólk pening fyrir að vinna, það borga allir fólki fyrir að vinna. Ég sagði það í forsetakosningunum árið 1996 að Ísland væri í greipunum á einhverjum huldumönnum sem hefðu ekki hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Það er ekkert eðlilegt við þjóðfélag þar sem þúsundir ganga um atvinnulausir. Ef það er hægt að hjálpa þessu fólki, til dæmis með því aðstoða mig við framboðið, þá að sjálfsögðu geri ég það," segir Ástþór.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.