Mikil spenna á Norðurlandi - grannt fylgst með Kristján Már Unnarsson skrifar 23. október 2012 18:57 Veðurstofan varaði við því í dag að hætta væri á stórum jarðskjálfta á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu. Jarðskorpumælingar benda til að nægileg spenna sé til staðar fyrir skjálfta upp á 6,8 stig. Skjálftahrinan sem hófst aðfararnótt sunnudags norðan Siglufjarðar hefur haldið áfram og hafa skjálftarnir verið að færast austar og klukkan hálfsex í morgun mældist skjálfti af stærðinni fjórir. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram að Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur teldi brýnt að fylgst væri grannt með slíkri atburðarás vegna hættu á stærri skjálfta nær byggð og í dag birti Veðurstofan tilkynningu þar sem segir að ekki sé útilokað að hrinan hafi áhrif á Húsavíkur-Flateyjarmisgengið. Jarðskorpumælingar á síðustu árum bendi til þess að nægileg spenna sé til staðar fyrir skjálfta af stærðinni um 6,8. Athyglisvert er að frá árinu 1900 hafa tveir sjö stiga skjálftar orðið norðanlands, út af Skjálfanda árið 1910, 7,1 stig, og norðan Skagafjarðar 1963, 7,0 stig, og einn sunnanlands, 7,0 stig, á Rangárvöllum árið 1912. Skjálftar yfir sex stig urðu við Kópasker árið 1976 og Dalvík 1934, báðir 6,2 stig, og fjórir á Suðurlandi, tveir í júnímánuði árið 2000, 6,5 og 6,3 stig, og árið 2008 í Ölfusi 6,3 stig. Þá varð skjálfti upp á 6,2 stig í Selvogi árið 1929. Á Siglufirði man eldra fólk vel eftir skjálftanum 1963. Meðal annars lýsir Guðmundur Skarphéðinsson, íbúi á Siglufirði, því þannig að rafmagn hafi farið af bænum og skemmdir hafi orðið víða á Norðurlandi. Mikill uggur hafi verið í fólki og stór hópur hafi þá safnast saman á íþróttavellinum til að ná sér niður og róa sig. Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Veðurstofan varaði við því í dag að hætta væri á stórum jarðskjálfta á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu. Jarðskorpumælingar benda til að nægileg spenna sé til staðar fyrir skjálfta upp á 6,8 stig. Skjálftahrinan sem hófst aðfararnótt sunnudags norðan Siglufjarðar hefur haldið áfram og hafa skjálftarnir verið að færast austar og klukkan hálfsex í morgun mældist skjálfti af stærðinni fjórir. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram að Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur teldi brýnt að fylgst væri grannt með slíkri atburðarás vegna hættu á stærri skjálfta nær byggð og í dag birti Veðurstofan tilkynningu þar sem segir að ekki sé útilokað að hrinan hafi áhrif á Húsavíkur-Flateyjarmisgengið. Jarðskorpumælingar á síðustu árum bendi til þess að nægileg spenna sé til staðar fyrir skjálfta af stærðinni um 6,8. Athyglisvert er að frá árinu 1900 hafa tveir sjö stiga skjálftar orðið norðanlands, út af Skjálfanda árið 1910, 7,1 stig, og norðan Skagafjarðar 1963, 7,0 stig, og einn sunnanlands, 7,0 stig, á Rangárvöllum árið 1912. Skjálftar yfir sex stig urðu við Kópasker árið 1976 og Dalvík 1934, báðir 6,2 stig, og fjórir á Suðurlandi, tveir í júnímánuði árið 2000, 6,5 og 6,3 stig, og árið 2008 í Ölfusi 6,3 stig. Þá varð skjálfti upp á 6,2 stig í Selvogi árið 1929. Á Siglufirði man eldra fólk vel eftir skjálftanum 1963. Meðal annars lýsir Guðmundur Skarphéðinsson, íbúi á Siglufirði, því þannig að rafmagn hafi farið af bænum og skemmdir hafi orðið víða á Norðurlandi. Mikill uggur hafi verið í fólki og stór hópur hafi þá safnast saman á íþróttavellinum til að ná sér niður og róa sig.
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira