Erlent

Ísraelar telja Írana ábyrga

Talinn hafa sprengt sig í loft upp í rútu í Búlgaríu.
Talinn hafa sprengt sig í loft upp í rútu í Búlgaríu. nordicphotos/AFP
Ísraelsk stjórnvöld telja að maður á vegum Hezbollah-samtakanna í Líbanon, sem njóta stuðnings Írans, hafi gert sjálfsvígsárás á rútu í Búlgaríu á miðvikudag.

Árásin kostaði sjö manns lífið, að meðtöldum árásarmanninum og búlgörskum bílstjóra rútunnar. Bifreiðin var full af ísraelskum farþegum á ferðalagi, og létu fimm þeirra lífið. Svipaðar árásir hafa verið gerðar á ísraelska ferðamenn víðs vegar um heim á síðustu mánuðum, og telja ísraelsk stjórnvöld að þær megi allar rekja til Írans.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×