Erlent

Starfsmenn á Heathrow ætla í verkfall

BBI skrifar
Búist er við verkfalli á Heathrow.
Búist er við verkfalli á Heathrow. mynd/ afp.
Starfsfólk á Heathrow flugvelli ætlar í 24 klukkustunda verkfall daginn áður en Ólympíuleikarnir hefjast í London. Áætlanir sýna að dagurinn eigi að vera sá stærsti í sögu flugvallarins segir í frétt The Financial Times.

Á fimmtudaginn kemur ætlar starfsfólkið á flugvellinum að ganga út, en Ólympíuleikarnir hefjast á föstudaginn. Þetta yrði fjórða verkfall starfsfólksins á 14 mánuðum. Hin þrjú verkföllin ollu ekki miklum truflunum á starfsemi Heathrow. Þetta verkfall kemur hins vegar á versta tíma enda er búist við að 249 þúsund farþegar fari um völlinn þennan dag miðað við 190 þúsund á venjulegum degi. Fyrra metið féll á mánudaginn var þegar Ólympíuþorpið opnaði og var 237 þúsund farþegar.

Talsmenn starfsfólksins segja að verkfallið muni hafa einhverjar afleiðingar „en það sé einmitt það sem markmiðið er." Aðrir hafa kallað verkfallið skammarlegt og Ed Miliband, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði að fólk ætti ekki að fara í verkfall á Ólympíuleikunum. „Fólk á ekki að trufla Ólympíuleikana."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×