Innlent

Kópavogsbær gaf Jóni Margeiri 500 þúsund

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, afhenti Jóni Margeiri viðurkenningu.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, afhenti Jóni Margeiri viðurkenningu.
Bæjarstjórn Kópavogs færði í dag Jóni Margeiri Sverrissyni, Kópavogsbúa og Ólympíumeistara, 500.000 krónur að gjöf fyrir glæsilegan árangur á Ólympíumóti fatlaðra í London.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, sagði í móttöku sem haldin var til heiðurs Ólympíuförunum nú síðdegis að ástundun og elja Jóns Margeirs væri öllum hvatning til að takast á við áskoranir í lífinu.

Jón Margeir hlaut gullverðlaun í 200 metra skriðsundi á Ólympíumótinu og setti jafnframt nýtt heimsmet. Hann hefur tvisvar hlotið viðurkenningu íþróttaráðs bæjarins, árið 2010 og 2011.

Ármann sagði í dag að Kópavogsbúar væru stoltir af því að eiga Ólympíumeistara sem væri alinn upp í Kópavogi. „Það er mér því sannur heiður að veita þér, fyrir hönd bæjarstjórnar Kópavogs, viðurkenningu fyrir árangur þinn á Ólympíuleikunum, eða 500 þúsund krónur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×