Bílasala jókst um tæp 60% í október Erla Hlynsdóttir skrifar 4. nóvember 2012 12:00 MYND/AFP Bílasala jókst um tæp 60 prósent í október, samanborið við sama mánuð í fyrra. Forstjóri Brimborgar segir bílasölu þó enn langtum minni en fyrir hrun. Nokkur lægð hefur verið yfir bílasölu hér á landi eftir hrun en hún er nú að taka við sér á ný. Það sem af er ári hafa ríflega 7.300 bílar selst, þar af langt í sjötta hundrað í október. „Það er greinileg breyting, greinileg aukning," segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. „En auðvitað er rétt að nefna að markaðurinn í fyrra og undanfarin ár hefur verið mjög lítill, þannig að prósentuhækkanirnar eru miklar." Bílasala í október var 58 prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Í september var hún 65 prósentum meiri. Þegar fyrstu tíu mánuðir ársins eru skoðaðir er salan 56 prósentum meiri en á sama tímabili á síðasta ári. Þar af er aukning á sölu til bílaleiga 42 prósent, en aukning til almennings og hefðbundinna fyrirtækja er 70 prósent. Egill telur tvær meginástæður vera fyrir aukningunni. „Fyrri er að efnahagslífið er að ranka við sér. Við sjáum það í tölunum að landsframleiðsla er að aukast og einkaneysla er að aukast, þannig að það hjálpar og að einhverju leyti þessar lagfæringar á skuldum heimila. Hin stóra ástæðan er að bílaflotinn er orðinn mjög gamall þannig að það er komin mjög mikil þörf á að endurnýja." Þrátt fyrir þessa aukningu er bílasalan ekki orðin nærri eins mikil og fyrir hrun. „Nei, langt því frá. Ég tók nú saman meðaltal bílasölu síðustu 40 ár á Íslandi og það erum 10 þúsund bílar á ári." Hann tekur fram að margt hafi breyst á þessum árum, fólksfjöldi aukist og sömuleiðis fjöldi fyrirtækja. Samt stefnir í að aðeins 7.500 til 8.000 bílar seljist í ár. „Þannig að við erum enn 20 til 25 prósent undir fjörutíu ára meðaltali. Þó að vöxturinn sé ágætur þá erum við enn langt undir því sem hefur verið hér undanfarin ár." Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Sjá meira
Bílasala jókst um tæp 60 prósent í október, samanborið við sama mánuð í fyrra. Forstjóri Brimborgar segir bílasölu þó enn langtum minni en fyrir hrun. Nokkur lægð hefur verið yfir bílasölu hér á landi eftir hrun en hún er nú að taka við sér á ný. Það sem af er ári hafa ríflega 7.300 bílar selst, þar af langt í sjötta hundrað í október. „Það er greinileg breyting, greinileg aukning," segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. „En auðvitað er rétt að nefna að markaðurinn í fyrra og undanfarin ár hefur verið mjög lítill, þannig að prósentuhækkanirnar eru miklar." Bílasala í október var 58 prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Í september var hún 65 prósentum meiri. Þegar fyrstu tíu mánuðir ársins eru skoðaðir er salan 56 prósentum meiri en á sama tímabili á síðasta ári. Þar af er aukning á sölu til bílaleiga 42 prósent, en aukning til almennings og hefðbundinna fyrirtækja er 70 prósent. Egill telur tvær meginástæður vera fyrir aukningunni. „Fyrri er að efnahagslífið er að ranka við sér. Við sjáum það í tölunum að landsframleiðsla er að aukast og einkaneysla er að aukast, þannig að það hjálpar og að einhverju leyti þessar lagfæringar á skuldum heimila. Hin stóra ástæðan er að bílaflotinn er orðinn mjög gamall þannig að það er komin mjög mikil þörf á að endurnýja." Þrátt fyrir þessa aukningu er bílasalan ekki orðin nærri eins mikil og fyrir hrun. „Nei, langt því frá. Ég tók nú saman meðaltal bílasölu síðustu 40 ár á Íslandi og það erum 10 þúsund bílar á ári." Hann tekur fram að margt hafi breyst á þessum árum, fólksfjöldi aukist og sömuleiðis fjöldi fyrirtækja. Samt stefnir í að aðeins 7.500 til 8.000 bílar seljist í ár. „Þannig að við erum enn 20 til 25 prósent undir fjörutíu ára meðaltali. Þó að vöxturinn sé ágætur þá erum við enn langt undir því sem hefur verið hér undanfarin ár."
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Sjá meira