Innlent

Fórnarlamb séra Georgs: Þetta var skelfilegt

„Þetta var bara ljótt, þetta var svo ljótt og þetta skemmdi fyrir mér í svo mörg mörg ár. Samt held ég nú að ég sé svolítill töffari og hafi komist nokkuð þokkalega í gegn um þetta, en þetta var skelfilegt," segir Iðunn Angela Andrésdóttir, eitt fórnarlamba séra Georgs, fyrrverandi skólastjóra Landakotsskóla. Hún var níu ára þegar hann byrjaði að beita hana kynferðisofbeldi og stóð ofbeldið yfir í þrjú ár, allt þar til hún reis upp gegn honum og sagði foreldrum sínum frá ofbeldinu.

„Ég vona að kaþólska kirkjan taki á okkar málum, sem urðum verst úti, af skynsemi og að þeim auðnist að veita okkur einhverjar bætur vegna þess sem við urðum fyrir, og að þeir leysi þetta eins og til dæmis var leyst hjá Þjóðkirkjunni og í Breiðavíkurmálinu. Þetta er náttúrulega mikið líkara því máli því þarna er verið að ræða um börn, " segir hún.

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá viðtal sem Erla Hlynsdóttir tók við Iðunni Angelu í gær,í tilefni af útkomu skýrslu Rannsóknarnefndar kaþólsku kirkjunnar.Brot úr viðtalinu birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×