Óvenjulegir munir á Þjóðminjasafninu Erla Hlynsdóttir skrifar 4. nóvember 2012 20:00 Ein elsta postulínskanna sem fundist hefur með íslensku mótívi kom í leitirnar á Þjóðminjasafninu í dag þar sem almenningi bauðst að láta greina forngripi. Ýmsir óvenjulegir munur voru þar einnig, á borð við blóðtökutæki af geðsjúkrahúsi. Um fimmtíu manns lögðu leið sína í Þjóðminjasafnið í dag til að fá gripi sína greinda. Meðal muna sem fólk kom með var þetta blóðtökutæki frá byrjun tuttugustu aldar, en á tækinu eru átta hnífar sem stungið var í holdið. „Það var gert til þess að taka úr fólki blóð til þess að bæta heilsu þess," segir Höskuldur Erlendsson. Þetta hefur nú eflaust ekki verið þægilegt? „Sjúklingar voru nú ekki spurðir að því og síst af öllu á þessu sjúkrahúsi." Og hvaða sjúkrahús var það? „Það var Kleppur."Fólk var í þetta skiptið sérstaklega hvatt til að koma með silfur og hún Hulda kom með silfurarmband. Hún vissi ekkert um armbandið áður en hún kom, en fékk að vita að það var smíðað af Jóni Björnssyni sem lærði af Kalddal. „Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta komst inn í mitt bú," segir Hulda Axelsdóttir. „En það er búið að vera það í tugi ára." Margir hafa bæði gagn og gaman af því að láta sérfræðinga safnsins greina munina sína. „Þetta er ekki bara gaman fyrir almenning, heldur er líka mjög gaman fyrir okkur," segir Bryndís Sverrisdóttir, sviðsstjóri miðlunarsviðs Þjóðminjasafnsins. „Þetta er með því skemmtilegasta sem við gerum. Við mætum gjarnan í vinnuna á sunnudegi til að taka þátt í þessu."Þessi þýska postulínskanna frá ofanverðri 19. öld var síðan keypt á Ebay á dögunum. „Hún er myndskreytt verslunarhúsi á þingeyri í dýrafirði, með þessa fínu gyllingu, ljóni á haldinu," segir Hilmar Malmquist. Verslunarmaðurinn á Þingeyri var þýskur og bróðir hans ljósmyndari, en myndin var gerð eftir ljósmyndinni. Hilmar grunaði að hún væri verðmæt, en fékk það staðfest hjá sérfræðingum Þjóðminjasafnsins að líklega væri þetta eina kannan sinnar tegundar. „Í menningarlegu tilliti er hún mjög verðmæt og í peningalegu tilliti er hún líka afar verðmæt." Hvaða upphæðir erum við þá að tala um? „Ég vil ekkert gefa upp í þeim efnum," segir Hilmar. Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Ein elsta postulínskanna sem fundist hefur með íslensku mótívi kom í leitirnar á Þjóðminjasafninu í dag þar sem almenningi bauðst að láta greina forngripi. Ýmsir óvenjulegir munur voru þar einnig, á borð við blóðtökutæki af geðsjúkrahúsi. Um fimmtíu manns lögðu leið sína í Þjóðminjasafnið í dag til að fá gripi sína greinda. Meðal muna sem fólk kom með var þetta blóðtökutæki frá byrjun tuttugustu aldar, en á tækinu eru átta hnífar sem stungið var í holdið. „Það var gert til þess að taka úr fólki blóð til þess að bæta heilsu þess," segir Höskuldur Erlendsson. Þetta hefur nú eflaust ekki verið þægilegt? „Sjúklingar voru nú ekki spurðir að því og síst af öllu á þessu sjúkrahúsi." Og hvaða sjúkrahús var það? „Það var Kleppur."Fólk var í þetta skiptið sérstaklega hvatt til að koma með silfur og hún Hulda kom með silfurarmband. Hún vissi ekkert um armbandið áður en hún kom, en fékk að vita að það var smíðað af Jóni Björnssyni sem lærði af Kalddal. „Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta komst inn í mitt bú," segir Hulda Axelsdóttir. „En það er búið að vera það í tugi ára." Margir hafa bæði gagn og gaman af því að láta sérfræðinga safnsins greina munina sína. „Þetta er ekki bara gaman fyrir almenning, heldur er líka mjög gaman fyrir okkur," segir Bryndís Sverrisdóttir, sviðsstjóri miðlunarsviðs Þjóðminjasafnsins. „Þetta er með því skemmtilegasta sem við gerum. Við mætum gjarnan í vinnuna á sunnudegi til að taka þátt í þessu."Þessi þýska postulínskanna frá ofanverðri 19. öld var síðan keypt á Ebay á dögunum. „Hún er myndskreytt verslunarhúsi á þingeyri í dýrafirði, með þessa fínu gyllingu, ljóni á haldinu," segir Hilmar Malmquist. Verslunarmaðurinn á Þingeyri var þýskur og bróðir hans ljósmyndari, en myndin var gerð eftir ljósmyndinni. Hilmar grunaði að hún væri verðmæt, en fékk það staðfest hjá sérfræðingum Þjóðminjasafnsins að líklega væri þetta eina kannan sinnar tegundar. „Í menningarlegu tilliti er hún mjög verðmæt og í peningalegu tilliti er hún líka afar verðmæt." Hvaða upphæðir erum við þá að tala um? „Ég vil ekkert gefa upp í þeim efnum," segir Hilmar.
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira