
Hókus Pókus
Sem sagt: Enn einu sinni þorir enginn að taka af skarið heldur er talað út í það óendanlega og ríkisstjórnin passar sig á því að segja og gera ekkert sem gæti ruggað bátnum. Tengt þessu, en þó í öðru samhengi, sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra nýlega að það sé engin hókus pókus aðferð til við að færa niður skuldir heimilanna og efnahagsráðherra segir að ekki megi skapa væntingar sem ekki sé hægt að standa við og að menn eigi að stíga varlega til jarðar.
En það er til hókus pókus aðferð sem hefur verið notuð undanfarna mánuði. Bankarnir hafa þegjandi og hljóðalaust afskrifað 548,5 milljarða hjá fyrirtækjum og auðmönnum, þar af 388 milljarða hjá fjárfestinga- og eignarhaldsfyrirtækjum samkvæmt tölum frá RUV. Ekki minnist ég þess að nokkur maður hafi tjáð sig um þessi mál áður en afskriftirnar áttu sér stað, eða að beðið hafi verið um nokkurt lögfræðiálit, eða að rætt hafi verið um það hvort bankarnir hefðu efni á þessum afskriftum eða að viðskipta- og efnahagsnefnd þingsins hafi kallað fólk til sín og fundað stíft. Hókus pókus aðferðin felst einfaldlega í því að gera hlutina og tala ekki við nokkurn mann. Og svo er gott að geta beitt bankaleynd til að fela allt subbið.
Hvernig má það vera að allt púðrið í umræðunni fari í afskriftir heimila sem eru „aðeins“ 196,3 milljarðar? Þar af eru 42,6 milljarðar vegna 110% leiðarinnar en hitt aðallega vegna niðurstöðu dómstóla. Allar lausnir sem stjórnmálamenn geta hugsanlega eignað sér hafa sem sagt skilað 42,6 milljörðum, dómstólarnir sáu um hitt! En bankarnir hafa fengið frítt spil með að afskrifa óþægileg mál án nokkurrar umræðu. Bankarnir hafa á þennan hátt falið eigin útlánamistök þar sem lánað var án raunverulegra veða til starfsmanna, vina, kunningja og eigenda.
Þetta er auðvitað galið. En fyrst ríkisstjórnin bar ekki gæfu til að setja leikreglur um afskriftir í upphafi kjörtímabils þá er bráðnauðsynlegt að gera það núna. Ríkisstjórnin þarf aðeins að ákveða leiðina, með lagasetningu ef þarf, og skipa bönkum og lífeyrissjóðum að fara eftir þeirri leið sem valin er. Og ekki hlusta á grátkór banka og lífeyrissjóða enda virðast þeir geta afskrifað þegar það hentar þeim. Fólk á skilið að þessi mál klárist.
Skoðun

Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins
Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar

Þetta er allt hinum að kenna!
Helgi Brynjarsson skrifar

Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna
Heimir Már Pétursson skrifar

Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Opið bréf til fullorðna fólksins
Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar

Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega?
Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar
Gunnar Þór Jónsson skrifar

Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar
Sigvaldi Einarsson skrifar

Enginn skilinn eftir á götunni
Dagmar Valsdóttir skrifar

Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum
Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna
Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar

Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman?
Guðmundur Edgarsson skrifar

Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota?
Svanur Guðmundsson skrifar

Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við
Ian McDonald skrifar

Málþóf á kostnað ungs fólks
Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar

Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir
Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar

Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax
Dagmar Valsdóttir skrifar

Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum
Jónína Brynjólfsdóttir skrifar

Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu
Guttormur Þorsteinsson skrifar

Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig?
Haukur V. Alfreðsson skrifar

Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni?
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Sanngirni að brenna 230 milljarða króna?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Strandveiðar eru ekki sóun
Örn Pálsson skrifar

„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“
Einar Ólafsson skrifar

SFS skuldar
Sigurjón Þórðarson skrifar

Hvar er hjálpin sem okkur var lofað?
Dagmar Valsdóttir skrifar

Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun
Svanur Guðmundsson skrifar

Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið
Elliði Vignisson skrifar