Ellefu milljarða aukaútsvar 5. nóvember 2012 06:00 Úttekt séreignarsparnaðar skiptir verulegu máli, hvort heldur sem er fyrir eigendur hans eða ríki og sveitarfélög sem fá af honum umtalsverðar skatttekjur. Fréttablaðið/GVA Tekjuskattur ríkisins af útgreiðslu séreignarsparnaðar nemur tæplega 20 milljörðum króna. Útsvarstekjur sveitarfélaganna eru aðrir ellefu milljarðar króna. Umsóknarfrestur til að sækja um útgreiðslu á séreignarsparnaði rann út 30. september síðastliðinn. Frá því að heimilað var að taka út séreignarsparnaðinn í mars árið 2009 hafa tæplega 80 milljarðar króna verið teknir út. Heimild til útgreiðslu á séreignarsparnaði var tímabundin hrunsaðgerð sem Alþingi samþykkti. Það hefur haft í för með sér tímabundna hækkun á útsvarstekjum sveitarfélaga og tekjuskatti ríkisins. Hag- og upplýsingasvið Sambands sveitarfélaga hefur tekið saman útgreiðslu sparnaðarins hjá hverju sveitarfélagi fyrir sig og þær útsvarstekjur sem úttektirnar skiluðu. Heildarupphæðirnar eru verulegar; lægst 2,1 milljarður á þessu ári en útsvarstekjur sveitarfélaganna urðu mestar 3,5 milljarðar árið 2011. Umfang aðgerðarinnar sést glögglega í tölfræði Sambandsins. Þegar einstök sveitarfélög eru skoðuð sést að Reykvíkingar tóku út 27,5 milljarða króna á tímabilinu, af því var greitt útsvar að upphæð 3,5 milljarðar króna. Kópavogsbúar tóku út 8,7 milljarða króna og greiddu 1,1 milljarð til sveitarfélagsins, svo annað dæmi sé tekið. Heildarútgreiðslur séreignar voru hæstar árið 2011, eða 24,4 milljarðar króna, en eru tæpir 15 milljarðar í ár. Samkvæmt gögnum sem tekju- og skattaskrifstofa fjármála- og efnahagsráðuneytisins tók saman fyrir Fréttablaðið kemur fram að ríkissjóður hefur í hverjum mánuði allt tímabilið fengið á bilinu 300 til 600 milljónir króna í skatttekjur. Þessar tekjur fóru hæst í rúman milljarð í júlí 2011 þegar útgreiðslur voru hæstar. Langflestir hafa haldið áfram að greiða í séreignarsjóði þrátt fyrir að hafa nýtt sér heimild til sérstakrar útgreiðslu sparnaðar eftir hrunið. Aðeins 1.224 færri greiddu í slíka sjóði árið 2010 en árið á undan, og voru þá 62.251, samkvæmt upplýsingum Landssamtaka lífeyrissjóða. Heildareignir landsmanna í séreignarsparnaði hafa aukist um tugi milljarða frá því í mars 2009, þrátt fyrir útgreiðslu 80 milljarða króna. Það er hægt að lesa í gögnum Seðlabanka Íslands frá því í fyrra. Eign landsmanna í séreignarsparnaði var 327 milljarðar króna hinn 30. júní 2011. Heildarinnistæður séreignarsparnaðar frá hruni höfðu þá vaxið um 75 milljarða en þær voru 255 milljarðar í árslok 2008; 288 milljarðar í árslok 2009 og 314 milljarðar um áramótin 2010. Vöxturinn hefur því verið níu til þrettán prósent árlega, og því óhætt að áætla að heildareignir í séreignarsjóðum séu nú um 380 milljarðar króna. svavar@frettabladid.is Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira
Tekjuskattur ríkisins af útgreiðslu séreignarsparnaðar nemur tæplega 20 milljörðum króna. Útsvarstekjur sveitarfélaganna eru aðrir ellefu milljarðar króna. Umsóknarfrestur til að sækja um útgreiðslu á séreignarsparnaði rann út 30. september síðastliðinn. Frá því að heimilað var að taka út séreignarsparnaðinn í mars árið 2009 hafa tæplega 80 milljarðar króna verið teknir út. Heimild til útgreiðslu á séreignarsparnaði var tímabundin hrunsaðgerð sem Alþingi samþykkti. Það hefur haft í för með sér tímabundna hækkun á útsvarstekjum sveitarfélaga og tekjuskatti ríkisins. Hag- og upplýsingasvið Sambands sveitarfélaga hefur tekið saman útgreiðslu sparnaðarins hjá hverju sveitarfélagi fyrir sig og þær útsvarstekjur sem úttektirnar skiluðu. Heildarupphæðirnar eru verulegar; lægst 2,1 milljarður á þessu ári en útsvarstekjur sveitarfélaganna urðu mestar 3,5 milljarðar árið 2011. Umfang aðgerðarinnar sést glögglega í tölfræði Sambandsins. Þegar einstök sveitarfélög eru skoðuð sést að Reykvíkingar tóku út 27,5 milljarða króna á tímabilinu, af því var greitt útsvar að upphæð 3,5 milljarðar króna. Kópavogsbúar tóku út 8,7 milljarða króna og greiddu 1,1 milljarð til sveitarfélagsins, svo annað dæmi sé tekið. Heildarútgreiðslur séreignar voru hæstar árið 2011, eða 24,4 milljarðar króna, en eru tæpir 15 milljarðar í ár. Samkvæmt gögnum sem tekju- og skattaskrifstofa fjármála- og efnahagsráðuneytisins tók saman fyrir Fréttablaðið kemur fram að ríkissjóður hefur í hverjum mánuði allt tímabilið fengið á bilinu 300 til 600 milljónir króna í skatttekjur. Þessar tekjur fóru hæst í rúman milljarð í júlí 2011 þegar útgreiðslur voru hæstar. Langflestir hafa haldið áfram að greiða í séreignarsjóði þrátt fyrir að hafa nýtt sér heimild til sérstakrar útgreiðslu sparnaðar eftir hrunið. Aðeins 1.224 færri greiddu í slíka sjóði árið 2010 en árið á undan, og voru þá 62.251, samkvæmt upplýsingum Landssamtaka lífeyrissjóða. Heildareignir landsmanna í séreignarsparnaði hafa aukist um tugi milljarða frá því í mars 2009, þrátt fyrir útgreiðslu 80 milljarða króna. Það er hægt að lesa í gögnum Seðlabanka Íslands frá því í fyrra. Eign landsmanna í séreignarsparnaði var 327 milljarðar króna hinn 30. júní 2011. Heildarinnistæður séreignarsparnaðar frá hruni höfðu þá vaxið um 75 milljarða en þær voru 255 milljarðar í árslok 2008; 288 milljarðar í árslok 2009 og 314 milljarðar um áramótin 2010. Vöxturinn hefur því verið níu til þrettán prósent árlega, og því óhætt að áætla að heildareignir í séreignarsjóðum séu nú um 380 milljarðar króna. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira