Innlent

Álftir skotnar óháð alfriðun

Fuglinn er friðaður samkvæmt íslenskum og alþjóðlegum lögum.
fréttablaðið/stefán
Fuglinn er friðaður samkvæmt íslenskum og alþjóðlegum lögum. fréttablaðið/stefán
Hundruð álfta eru skotnar, samkvæmt niðurstöðum breskrar rannsóknar, en tegundin er alfriðuð eins og kunnugt er. Högl fundust í 14% allra álfta sem rannsakaðar voru á löngu tímabili en á ári hverju fara um ellefu þúsund álftir frá Íslandi til vetursetu á Bretlandseyjum, að því að fram kemur á fréttavefnum Scotsman.

Einn rannsakenda segir í viðtali við Scotsman að svo hátt hlutfall særðra álfta bendi til þess að mikill fjöldi fugla séu drepinn árlega, án þess að vitað sé hver ber sök. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×