Innlent

Ráðherrar í framboð á ný

Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson gefa báðir kost á sér í forvali Vinstri grænna.
Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson gefa báðir kost á sér í forvali Vinstri grænna.
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra og formaður Vinstri grænna, gefur kost á sér í 1. sæti í forvali flokksins í Norðausturkjördæmi. Steingrímur segist vilja viðhalda þeirri sterku stöðu sem flokkurinn hafi byggt upp, bæði í kjördæminu og á landsvísu, og leggja árangur ríkisstjórnarinnar í dóm kjósenda.

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, gefur kost á sér í fyrsta sæti lista VG í Suðvesturkjördæmi. Hann segist í ráðherratíð sinni hafa beitt sér fyrir skýrri forgangsröðun hvað varðar það að standa vörð um innviði samfélagsins og auðlindir. - fsb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×