Innlent

Gott að stífbóna bílana

Langar biðraðir mynduðust við bílaþvottastöðvar borgarinnar í gær og urðu margir frá að hverfa. Hreinlætisæðið kom ekki til af góðu þar sem saltklístur á bílunum eftir sjóganginn í ofsaveðrinu á föstudag torveldaði útsýn um bílrúðurnar. Þessi kona lét ekki sitt eftir liggja og skrúbbaði í jötunmóð. Fréttablaðið/Stefán
Langar biðraðir mynduðust við bílaþvottastöðvar borgarinnar í gær og urðu margir frá að hverfa. Hreinlætisæðið kom ekki til af góðu þar sem saltklístur á bílunum eftir sjóganginn í ofsaveðrinu á föstudag torveldaði útsýn um bílrúðurnar. Þessi kona lét ekki sitt eftir liggja og skrúbbaði í jötunmóð. Fréttablaðið/Stefán
Mikil örtröð var á bílaþvottastöðvum borgarinnar í gær og langar biðraðir mynduðust. Sjógangurinn í óveðrinu á föstudag olli því að mikið salt settist á bíla borgarbúa og saltklístrið á rúðunum takmarkaði útsýn. Vildu því margir þrífa bíla sína í gær en sumir gáfust þó upp á því að bíða í röðunum og létu lauslegt skrap nægja í bili.

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir fátt við því að gera að salt setjist á bifreiðar í slíku veðri, en þó sé gamalt og gott ráð að hafa bílana stífbónaða því bónið hrindi saltinu frá. „Annars fer þetta nú auðveldlega af með vatni og sápu,“ segir Runólfur. „Og þótt saltklístrið sé hvimleitt er enginn stórkostlegur skaði skeður.“ - fsb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×