Spáir Obama sigri Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 5. nóvember 2012 18:45 Á morgun ganga Bandaríkjamenn að kjörborðinu og velja sér forseta til næstu fjögurra ára. Kannanir á landsvísu benda til þess að mjótt sé á munum en bandarískur prófessor segir næsta víst að Barack Obama muni tryggja sér endurkjör. Kannanir á landsvísu síðustu vikur hafa gefið til kynna að afar mjótt sé á munum á milli Baracks Obama Bandaríkjaforseta og Mitts Romney, frambjóðanda Repúblikana. Kannanir af þessu tagi segja þó ekki alla söguna því í forsetakosningum í Bandaríkjunum snýst baráttan um að tryggja sér nægilegan fjölda kjörmanna. Sá fjöldi er mismunandi eftir ríkjum og til að tryggja sér embættið þarf frambjóðandi að ná 270 kjörmönnum alls. Í mörgum ríkjum er nær öruggt hvor fer með sigur úr bítum en í nokkrum er staðan tvísýnni. Dr. James A. Thurber prófessor við American University í höfuðborginni Washington er einn af helstu sérfræðingum heims í bandarískum kosningum og tíður gestur á sjónvarpsstöðvum vestra. Hann segir stöðuna alls ekki eins tvísýna og stóru sjónvarpsstöðvarnar vilji vera láta. Obama muni vinna kosningarnar. „Stóru sjónvarpsstöðvarnar í Bandaríkjunum eru að segja að þetta sé of tvísýnt til þess að hægt sé að spá fyrir um úrslitin. Þeir notast helst við kannanir fyrir allt landið en þegar þú lítur á þau ríki þar sem baráttan er hörðust þá lítur út fyrir að Obama forseti muni vinna. Hann mun vinna fleiri kjörmenn, það er ekki víst að hann fái fleiri atkvæði en Romney yfir allt landið en ég held að líklegast sé að hann beri einnig sigur úr bítum þar." Að mati Thurber urðu mikil vatnaskil þegar Romney tryggði sér útnefningu Repúblikanaflokksins. Það gerði hann með því að færa sig mjög langt til hægri og síðan þá hafi hann þurft að færa sig nær miðju, það hafi reynst honum erfitt. „Það gekk ekki mjög vel hjá honum í upphafi eða þartil kom að fyrstu kappræðunum. Þar gekk Obama mjög illa og kannanir urðu mjög tvísýnar. Í þeim kappræðum sem fylgdu á eftir gekk honum hinsvegar mun betur og það gerði það að verkum að forsetinn náði forskoti á ný. Þar erum við stödd nú, hann er með forskot í öllum barátturíkjunum nema í Flórída og Norður-Karólínu." En hvað sem líður könnunum og spám þá halda frambjóðendurnir ótrauðir áfram og báðir hafa þeir komið fram á kosningafundum vítt og breytt um Bandaríkin í dag í þeim ríkjum þar sem tvísýnast er um úrslit. Ohio skiptir mestu máli og því kemur ekki á óvart að þar ætla þeir báðir að ljúka baráttunni. Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Á morgun ganga Bandaríkjamenn að kjörborðinu og velja sér forseta til næstu fjögurra ára. Kannanir á landsvísu benda til þess að mjótt sé á munum en bandarískur prófessor segir næsta víst að Barack Obama muni tryggja sér endurkjör. Kannanir á landsvísu síðustu vikur hafa gefið til kynna að afar mjótt sé á munum á milli Baracks Obama Bandaríkjaforseta og Mitts Romney, frambjóðanda Repúblikana. Kannanir af þessu tagi segja þó ekki alla söguna því í forsetakosningum í Bandaríkjunum snýst baráttan um að tryggja sér nægilegan fjölda kjörmanna. Sá fjöldi er mismunandi eftir ríkjum og til að tryggja sér embættið þarf frambjóðandi að ná 270 kjörmönnum alls. Í mörgum ríkjum er nær öruggt hvor fer með sigur úr bítum en í nokkrum er staðan tvísýnni. Dr. James A. Thurber prófessor við American University í höfuðborginni Washington er einn af helstu sérfræðingum heims í bandarískum kosningum og tíður gestur á sjónvarpsstöðvum vestra. Hann segir stöðuna alls ekki eins tvísýna og stóru sjónvarpsstöðvarnar vilji vera láta. Obama muni vinna kosningarnar. „Stóru sjónvarpsstöðvarnar í Bandaríkjunum eru að segja að þetta sé of tvísýnt til þess að hægt sé að spá fyrir um úrslitin. Þeir notast helst við kannanir fyrir allt landið en þegar þú lítur á þau ríki þar sem baráttan er hörðust þá lítur út fyrir að Obama forseti muni vinna. Hann mun vinna fleiri kjörmenn, það er ekki víst að hann fái fleiri atkvæði en Romney yfir allt landið en ég held að líklegast sé að hann beri einnig sigur úr bítum þar." Að mati Thurber urðu mikil vatnaskil þegar Romney tryggði sér útnefningu Repúblikanaflokksins. Það gerði hann með því að færa sig mjög langt til hægri og síðan þá hafi hann þurft að færa sig nær miðju, það hafi reynst honum erfitt. „Það gekk ekki mjög vel hjá honum í upphafi eða þartil kom að fyrstu kappræðunum. Þar gekk Obama mjög illa og kannanir urðu mjög tvísýnar. Í þeim kappræðum sem fylgdu á eftir gekk honum hinsvegar mun betur og það gerði það að verkum að forsetinn náði forskoti á ný. Þar erum við stödd nú, hann er með forskot í öllum barátturíkjunum nema í Flórída og Norður-Karólínu." En hvað sem líður könnunum og spám þá halda frambjóðendurnir ótrauðir áfram og báðir hafa þeir komið fram á kosningafundum vítt og breytt um Bandaríkin í dag í þeim ríkjum þar sem tvísýnast er um úrslit. Ohio skiptir mestu máli og því kemur ekki á óvart að þar ætla þeir báðir að ljúka baráttunni.
Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira