Gagnrýndi Öryggisráðið 29. september 2012 17:56 Í ræðu sinni á Allsherjarþinginu í morgun gagnrýndi Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna harðlega fyrir að vera afdankað og úr takti við þarfir nútímans. Hann sagði það vera þröskuld í vegi þess að alþjóðasamfélagið gæti látið til sín taka í málefnum Sýrlands. „Við verðum að breyta Öryggisráðinu til að það verði tæki til lausnar, en ekki hindrun, til að vinna sig út úr stöðum einsog þeirri sem nú er komin upp í Sýrlandi á þessu ári, og, einsog við sáum í fyrra, gagnvart umsókn Palestínu," Í ræðu sinni upplýsti utanríkisráðherra allsherjarþingið um að þingsályktunartillaga um viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu hefði verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi. Hvatti hann Ísraelsstjórn til að styðja tillögur um tveggja ríkja lausn á málefnum Palestínu og að leita friðar í Mið-Austurlöndum. Utanríkisráðherra fór hörðum orðum um framkomu Ísraela gagnvart Palestínu, og sagði mannréttindi brotin daglega á íbúum Vesturbakkans með aðskilnaðarmúrnum, sem þar sliti í sundur vegi, lönd og líf íbúanna. Össur snéri orðum Ronalds Reagan á sínum tíma um Berlínarmúrinn upp á múr Ísraela og skoraði á Netanyahu, forsætisráðherra Ísraela, að rífa múrinn niður. Hann gerði deilu Ísraela og Írana að umræðuefni, og gagnrýndi báða aðila harkalega. Í ræðu sinni beindi hann því til Netanyahu forsætisráðherra að fara ekki með sprengjuárásum á hendur Írönum, hvorki á þessu ári né hinu næsta, og skoraði á Ahmadinejad forseta Írans að framleiða ekki kjarnorkuvopn. „Við þurfum ekki annað stríð í Mið-Austurlöndum...Látum samninga vinna verkið, ekki pópúlisma eða stríðsæsingar." Össur harmaði hið skelfilega ástand í Sýrlandi og kvað alþjóðasamfélagið verða að standa sig miklu betur við að ná pólitískri lausn á borgarastríðinu. Hann sagði jafnframt að draga yrði alla þá sem væru sekir um grimmdarverk, hvoru megin víglínunnar sem þeir stæðu, fyrir dóm. Utanríkisráðherra varði í ræðu sinni hagsmuni samkynhneigðra og þeirra sem hafa aðra kynvitund en gengur og gerist. Hann sagði að frá mannréttindasjónarmiði væri ólíðandi að fólk væri ofsótt eða mismunað vegna af þeim sökum. Ráðherrann sagði að það væri hlutverk samfélags þjóðanna að sjá til þess að jafnræðisákvæði mannréttindasáttmálans næðu líka til þeirra. Utanríkisráðherra sagði litlar þjóðir oft vera frumkvöðla að miklum breytingum á alþjóðavísu. Vísaði hann til þess þegar Íslendingar brutu ísinn varðandi viðurkenningu á fullveldi Eystrasaltsþjóðanna, og þeir hefðu í verki verið í fararbroddi í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. Íslendingar hefðu sömuleiðis svarað kalli heimsins um nýja orkugjafa með því að setja jarðhita á dagskrá sem einn af valkostunum. Hann kvaðst stoltur af því að geta tilkynnt heiminum í dag, að Ísland hefði nú tryggt fjármagn til að ráðast ásamt Alþjóðabankanum í rannsóknir og kortlagningu á miklum jarðhitalindum í 13 löndum Austur-Afríku sem gætu aflað allt að 150 milljónum Afríkubúa aðgangs að hreinni, endurnýjanlegri orku. „Þetta er stærsta og sögulegasta verkefni sem Íslendingar hafa tekist á hendur í samstarfi við þróunarlöndin, og við erum stolt af því að geta kynnt þetta í dag," sagði utanríkisráðherra. Í lok ræðu sinnar ræddi Össur viðsnúning í efnahagsmálum Íslands. Ef draga mætti lærdóm af íslensku leiðinni þá fælist hann í að niðurskurður virkaði ekki einn og sér. Íslendingar hefðu farið blöndu niðurskurðar og skattahækkana, og notað auknar tekjur til að örva efnahagslífið og viðhalda velferðarnetinu. Hann sagði til marks um það að Ísland væri mætt til leiks aftur, að á sama tíma og efnahagskreppan hefði leitt til þess að framlög til þróunarlanda væru skorin niður, þá synti Ísland gegn þeim straumi. „Við höfum aukið okkar framlög – umtalsvert." Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fleiri fréttir Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Sjá meira
Í ræðu sinni á Allsherjarþinginu í morgun gagnrýndi Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna harðlega fyrir að vera afdankað og úr takti við þarfir nútímans. Hann sagði það vera þröskuld í vegi þess að alþjóðasamfélagið gæti látið til sín taka í málefnum Sýrlands. „Við verðum að breyta Öryggisráðinu til að það verði tæki til lausnar, en ekki hindrun, til að vinna sig út úr stöðum einsog þeirri sem nú er komin upp í Sýrlandi á þessu ári, og, einsog við sáum í fyrra, gagnvart umsókn Palestínu," Í ræðu sinni upplýsti utanríkisráðherra allsherjarþingið um að þingsályktunartillaga um viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu hefði verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi. Hvatti hann Ísraelsstjórn til að styðja tillögur um tveggja ríkja lausn á málefnum Palestínu og að leita friðar í Mið-Austurlöndum. Utanríkisráðherra fór hörðum orðum um framkomu Ísraela gagnvart Palestínu, og sagði mannréttindi brotin daglega á íbúum Vesturbakkans með aðskilnaðarmúrnum, sem þar sliti í sundur vegi, lönd og líf íbúanna. Össur snéri orðum Ronalds Reagan á sínum tíma um Berlínarmúrinn upp á múr Ísraela og skoraði á Netanyahu, forsætisráðherra Ísraela, að rífa múrinn niður. Hann gerði deilu Ísraela og Írana að umræðuefni, og gagnrýndi báða aðila harkalega. Í ræðu sinni beindi hann því til Netanyahu forsætisráðherra að fara ekki með sprengjuárásum á hendur Írönum, hvorki á þessu ári né hinu næsta, og skoraði á Ahmadinejad forseta Írans að framleiða ekki kjarnorkuvopn. „Við þurfum ekki annað stríð í Mið-Austurlöndum...Látum samninga vinna verkið, ekki pópúlisma eða stríðsæsingar." Össur harmaði hið skelfilega ástand í Sýrlandi og kvað alþjóðasamfélagið verða að standa sig miklu betur við að ná pólitískri lausn á borgarastríðinu. Hann sagði jafnframt að draga yrði alla þá sem væru sekir um grimmdarverk, hvoru megin víglínunnar sem þeir stæðu, fyrir dóm. Utanríkisráðherra varði í ræðu sinni hagsmuni samkynhneigðra og þeirra sem hafa aðra kynvitund en gengur og gerist. Hann sagði að frá mannréttindasjónarmiði væri ólíðandi að fólk væri ofsótt eða mismunað vegna af þeim sökum. Ráðherrann sagði að það væri hlutverk samfélags þjóðanna að sjá til þess að jafnræðisákvæði mannréttindasáttmálans næðu líka til þeirra. Utanríkisráðherra sagði litlar þjóðir oft vera frumkvöðla að miklum breytingum á alþjóðavísu. Vísaði hann til þess þegar Íslendingar brutu ísinn varðandi viðurkenningu á fullveldi Eystrasaltsþjóðanna, og þeir hefðu í verki verið í fararbroddi í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. Íslendingar hefðu sömuleiðis svarað kalli heimsins um nýja orkugjafa með því að setja jarðhita á dagskrá sem einn af valkostunum. Hann kvaðst stoltur af því að geta tilkynnt heiminum í dag, að Ísland hefði nú tryggt fjármagn til að ráðast ásamt Alþjóðabankanum í rannsóknir og kortlagningu á miklum jarðhitalindum í 13 löndum Austur-Afríku sem gætu aflað allt að 150 milljónum Afríkubúa aðgangs að hreinni, endurnýjanlegri orku. „Þetta er stærsta og sögulegasta verkefni sem Íslendingar hafa tekist á hendur í samstarfi við þróunarlöndin, og við erum stolt af því að geta kynnt þetta í dag," sagði utanríkisráðherra. Í lok ræðu sinnar ræddi Össur viðsnúning í efnahagsmálum Íslands. Ef draga mætti lærdóm af íslensku leiðinni þá fælist hann í að niðurskurður virkaði ekki einn og sér. Íslendingar hefðu farið blöndu niðurskurðar og skattahækkana, og notað auknar tekjur til að örva efnahagslífið og viðhalda velferðarnetinu. Hann sagði til marks um það að Ísland væri mætt til leiks aftur, að á sama tíma og efnahagskreppan hefði leitt til þess að framlög til þróunarlanda væru skorin niður, þá synti Ísland gegn þeim straumi. „Við höfum aukið okkar framlög – umtalsvert."
Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fleiri fréttir Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent