Innlent

Grunaður um að stela þremur lömbum

Lögreglan í Borgarfirði og Dölum rannsakar nú sauðaþjófnað frístundabónda sunnan Skarðsheiðar í Borgarfirði. Bóndinn er grunaður um að hafa tekið þrjú lömb annars bónda ófrjálsri hendi.

Þetta kemur fram á vefnum Skessuhorn.is. Atvikið uppgötvaðist þegar fjárglöggur maður bar kennsl á lömbin þar sem þau voru í girðingarhólfi og kom ábendingu á framfæri til lögreglu.

Féð hefur verið tekið af frístundabóndanum og komið í vörslu á meðan rannsókn stendur yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×