Fékk SMS þar sem stóð að hún ætti að drepa sig Erla Hlynsdóttir skrifar 29. september 2012 20:11 Tvær ungar konur hafa stigið fram og greint frá afleiðingum eineltis í grunnskóla. Önnur þeirra fékk sms-skilaboð um að hún ætti að drepa sig. Hin var útskúfuð úr vinahóp aðeins ellefu ára gömul. Anna Karen birti sína reynslusögu á Facebook í gær og í dag fylgdi Ingibjörg Aðalheiður í kjölfarið. „Ég var búin að taka eftir þessum sögum sem eru í gangi í dag frá stúlkum sem eru að upplifa einelti. Mér fannst þær svo rosalega miklar hetjur að koma fram á meðan eineltinu stóð, því ég hefði aldrei getað gert það sjálf á sínum tíma," segir Anna Karen Ellertsdóttir. Anna var lögð í einelti þegar hún var í Foldaskóla og Ingibjörg þegar hún var í Hamraskóla. Hún var afar lítil og grönn, og var uppnefnd kjúklingabein og fiskibein. Hún gerði sér upp veikindi til að þurfa ekki að fara í skólann. „Ég var ekki með bjartar hugsanir. Maður horfði á allt og athugaði hvort maður gæti skaðað sig einhvern veginn. Svo þegar maður var í skólanum var þetta sem verst, þá lokaði maður sig inni þannig að maður væri einn," segir Ingibjörg Aðalheiður Gestsdóttir. Anna hélt að af því krakkarnir vildu ekki vera vinir hennar þá væri hún hvorki skemmtileg né fyndin, og alla tíð hefur hún efast um sjálfa sig. „Maður var búinn að byggja upp einhverja svona brynju, og sýndi kannski engin viðbrögð í skólanum. En ég get lofað ykkur því að þegar ég kom heim þá var ég ekkert voðalega skemmtileg. Þá var maður kannski að leysa út alla sína reiði á fjölskyldumeðlimum," segir Anna. Ingibjörg komst loks inn í vinahóp, en var hent út úr honum þegar ný stelpa bættist við. „Sterkasta minningin var þegar ég fékk SMS þar sem stóð að ég ætti að drepa mig. Þetta átti að verða lögreglumál en ég sem barn vildi náttúrulega ekki hafa einhverjar stórar afleiðingar," Ingibjörg. Þær Anna og Ingibjörg kynntust við nám félagsráðgjöf, sem þær eru báðar brátt að ljúka og hafa þar unnið með afleiðingar eineltis. „Við viljum fá fleiri sem hafa upplifað einelti, til að koma með sína sögu, til að sýna hinum sem eru í sömu stöðu, bæði gerendum og þolendum, hvaða afleiðingar þetta hefur til margra ára í kjölfarið og hversu mannskemmandi þetta er á meðan þessu stendur," segir Anna. Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Tvær ungar konur hafa stigið fram og greint frá afleiðingum eineltis í grunnskóla. Önnur þeirra fékk sms-skilaboð um að hún ætti að drepa sig. Hin var útskúfuð úr vinahóp aðeins ellefu ára gömul. Anna Karen birti sína reynslusögu á Facebook í gær og í dag fylgdi Ingibjörg Aðalheiður í kjölfarið. „Ég var búin að taka eftir þessum sögum sem eru í gangi í dag frá stúlkum sem eru að upplifa einelti. Mér fannst þær svo rosalega miklar hetjur að koma fram á meðan eineltinu stóð, því ég hefði aldrei getað gert það sjálf á sínum tíma," segir Anna Karen Ellertsdóttir. Anna var lögð í einelti þegar hún var í Foldaskóla og Ingibjörg þegar hún var í Hamraskóla. Hún var afar lítil og grönn, og var uppnefnd kjúklingabein og fiskibein. Hún gerði sér upp veikindi til að þurfa ekki að fara í skólann. „Ég var ekki með bjartar hugsanir. Maður horfði á allt og athugaði hvort maður gæti skaðað sig einhvern veginn. Svo þegar maður var í skólanum var þetta sem verst, þá lokaði maður sig inni þannig að maður væri einn," segir Ingibjörg Aðalheiður Gestsdóttir. Anna hélt að af því krakkarnir vildu ekki vera vinir hennar þá væri hún hvorki skemmtileg né fyndin, og alla tíð hefur hún efast um sjálfa sig. „Maður var búinn að byggja upp einhverja svona brynju, og sýndi kannski engin viðbrögð í skólanum. En ég get lofað ykkur því að þegar ég kom heim þá var ég ekkert voðalega skemmtileg. Þá var maður kannski að leysa út alla sína reiði á fjölskyldumeðlimum," segir Anna. Ingibjörg komst loks inn í vinahóp, en var hent út úr honum þegar ný stelpa bættist við. „Sterkasta minningin var þegar ég fékk SMS þar sem stóð að ég ætti að drepa mig. Þetta átti að verða lögreglumál en ég sem barn vildi náttúrulega ekki hafa einhverjar stórar afleiðingar," Ingibjörg. Þær Anna og Ingibjörg kynntust við nám félagsráðgjöf, sem þær eru báðar brátt að ljúka og hafa þar unnið með afleiðingar eineltis. „Við viljum fá fleiri sem hafa upplifað einelti, til að koma með sína sögu, til að sýna hinum sem eru í sömu stöðu, bæði gerendum og þolendum, hvaða afleiðingar þetta hefur til margra ára í kjölfarið og hversu mannskemmandi þetta er á meðan þessu stendur," segir Anna.
Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent