Innlent

Seinkanir á flugi vegna óveðurs í Danmörku

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Miklar truflanir hafa orðið á samgöngum í Danmörku vegna fannfergis. Allt áætlunarflug til Árósa lá niðri um tíma og á Sjálandi hefur sumstaðar mælst 10 til 20 cm jafnfallinn snjór.

Kastrup flugvöllur í Kaupmannahöfn er opinn en miklar tafir hafa hins vegar orðið á áætlunarflugi þar. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði í samtali við fréttastofu að búast megi við einhverjum seinkunum á áætlunarflugi frá Keflavík til Bandaríkjanna vegna þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×