Erlent

NATO-liðar minna á ferð

Dregið verður úr samstarfi NATO og afganska hersins til að draga úr áhættu sveita NATO.
Dregið verður úr samstarfi NATO og afganska hersins til að draga úr áhættu sveita NATO. nordicphotos/afp
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, varði ákvörðun æðstu yfirmanna bandalagsins um að dregið yrði úr samstarfi þess við afganska herinn í gær. Í ár hefur 51 hermaður NATO fallið fyrir hendi afganskra skæruliða.

Sveitir NATO munu ekki taka þátt í reglubundnum aðgerðum eins og að manna varðstöðvar og taka þátt í eftirlitsferðum með afgönskum bandamönnum sínum.

„Þetta hefur verið ákveðið til að takmarka hættuna sem steðjar að sveitum okkar,“ sagði Rasmussen í Brussel í gær. Hann lagði áherslu á að ákvörðunin hefði ekki áhrif á áætlanir NATO í Afganistan, að Afganar sjái að fullu um öryggismál árið 2014.

- bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×