Erlent

Fjárkúguðu kennara eftir kynlíf

Hneykslismál skekur nú Himmerlands Ungdomsskole. Myndin er úr skólastarfinu en tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti.
Hneykslismál skekur nú Himmerlands Ungdomsskole. Myndin er úr skólastarfinu en tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti.
27 ára kona sem starfaði sem íþróttakennari við Himmerlands Ungdomsskole, skammt frá Álaborg á Jótlandi, á yfir höfði sér fangelsisdóm vegna kynferðissambands sem hún átti við tvo sextán ára nemendur sína. Piltarnir hafa hins vegar verið ákærðir fyrir fjárkúgun, en þeir hótuðu að gera viðvart um sambandið nema kennarinn greiddi hvorum þeirra sem svarar um 65 þúsundum íslenskra króna, sem hann og gerði.

Kynferðissamband kennarans við piltana stóð um nokkurra mánaða skeið undir lok síðasta árs. Samkvæmt frétt BT komst sambandið í hámæli innan skólans í upphafi árs þegar piltarnir stærðu sig af sambandinu við samnemendur sína. Kennarinn játaði sök þegar á hann var gengið og var umsvifalaust vísað úr starfi. Piltarnir fengu hins vegar sálfræðihjálp og luku skólaárinu.

Það var svo við rannsókn málsins að upp komst um fjárkúgunina. Piltarnir gengust við því og hafa endurgreitt kennaranum fjárhæðina. Þeir fengu auk þess fjársekt sem nemur rúmum 30 þúsund krónum. Ekki er vitað hvenær dómur gæti fallið en málareksturinn gæti tekið marga mánuði. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×