Jólakveðja Elíasar: Kaupa reykskynjara og hætta að vera heimsk Karen Kjartansdóttir skrifar 8. desember 2012 19:08 Litlu munaði að illa færi þegar það kviknaði í húsinu við Laugaveg. Ungur karlmaður sem hætt var kominn í gær eftir að eldur kviknaði í fjölbýlishúsi við Laugaveg segist ekki ætla trassa að setja upp reykskynjara aftur á lífsleiðinni. Hann telur sekúndur hafa skilið milli lífs og dauða. Elías Hrafn Pálsson slapp ómeiddur úr eldsvoða um hádegisbil í gær. Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á vettvang en eldurinn kviknaði í tómri íbúð í fjölbýlishúsi við Laugaveg 51, fyrir neðan íbúð Elíasar. Sírenurnar voru það fyrsta sem vakti athygli hans á eldinum. "Ég vakna við sírenurnar, lít út um gluggann og sé að það er 20 manna lið að ryðjast inn til mín. Þá opna ég svefnherbergið og sé að stofan er full af reyk." Hann segir að hann hafi ekki áttað sig á alvarleika málsins strax. Hann hafi ætlað að rjúka út en ekki komist vegna reyks. "Ég er ekki einu sinni með reykskynjara, mín eigin heimska varð mér að falli þarna. Ég opna útidyrahurðina og þá er bara allur gangurinn í mökk og ég sé ekki einu sinni tvo metra fram fyrir mig. Slökkviliðsmennirnir voru bara tvo metra fyrir framan mig og ég sá þá ekki," segir Elías og bætir við: "Ég kallaði bara, strákar ég er hérna, ég er hérna, og þeir voru að leita að mér. Ég loka hurðinni aftur því ég er bara kafna. Ég hleyp svo aftur að herbergishurðinni og þá er herbergið mitt líka orðið fullt af reyk þótt ekki hafa liðið nema nokkrar sekúndur. Það var enginn reykur þar þegar ég fór út úr því. Þá veifaði ég til lögreglumannanna, hey strákar, og þeir komu auga á mig og hjálpuðu mér að klifra niður. Ef tíu til fimmtán sekúndur hefðu liðið til viðbótar stæði ég eflaust ekki hérna. Hann vissi þó enn varla hvað hafði gerst þegar hann kom út. "Ég vissi ekkert hvað var í gangi. Ég var bara ný vaknaður, það leið bara ein mínúta frá því að ég vaknaði og frá því ég var allt í einu á sjúkrabörum." Elíasi var samstundis gefið súrefni þegar hann kom út og dvaldi hann í um það bil þrjár klukkustundir á spítala á eftir. Hann reyndist aðeins hafa snert af reykeitrun en það segir hann hafa verið nógu vonda reynslu. "Þegar ég kom út hrækti ég alveg kolsvörtu og lungun á mér alveg svört eftir þetta. Tíu sekúndur til viðbótar af þessum reyk hefðu sannarlega getað drepið mig." Og þakklæti er Elíasi ofarlega í huga eftir þennan atburð. "Maður er ekki einn, þetta er magnað. Ég horfi á lífið öðrum augum í dag. Þetta er nýtt líf." Og þetta er jólakveðjan frá Elíasi þetta árið: "Kaupa reykskynjara og hætta að vera heimsk." Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Ungur karlmaður sem hætt var kominn í gær eftir að eldur kviknaði í fjölbýlishúsi við Laugaveg segist ekki ætla trassa að setja upp reykskynjara aftur á lífsleiðinni. Hann telur sekúndur hafa skilið milli lífs og dauða. Elías Hrafn Pálsson slapp ómeiddur úr eldsvoða um hádegisbil í gær. Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á vettvang en eldurinn kviknaði í tómri íbúð í fjölbýlishúsi við Laugaveg 51, fyrir neðan íbúð Elíasar. Sírenurnar voru það fyrsta sem vakti athygli hans á eldinum. "Ég vakna við sírenurnar, lít út um gluggann og sé að það er 20 manna lið að ryðjast inn til mín. Þá opna ég svefnherbergið og sé að stofan er full af reyk." Hann segir að hann hafi ekki áttað sig á alvarleika málsins strax. Hann hafi ætlað að rjúka út en ekki komist vegna reyks. "Ég er ekki einu sinni með reykskynjara, mín eigin heimska varð mér að falli þarna. Ég opna útidyrahurðina og þá er bara allur gangurinn í mökk og ég sé ekki einu sinni tvo metra fram fyrir mig. Slökkviliðsmennirnir voru bara tvo metra fyrir framan mig og ég sá þá ekki," segir Elías og bætir við: "Ég kallaði bara, strákar ég er hérna, ég er hérna, og þeir voru að leita að mér. Ég loka hurðinni aftur því ég er bara kafna. Ég hleyp svo aftur að herbergishurðinni og þá er herbergið mitt líka orðið fullt af reyk þótt ekki hafa liðið nema nokkrar sekúndur. Það var enginn reykur þar þegar ég fór út úr því. Þá veifaði ég til lögreglumannanna, hey strákar, og þeir komu auga á mig og hjálpuðu mér að klifra niður. Ef tíu til fimmtán sekúndur hefðu liðið til viðbótar stæði ég eflaust ekki hérna. Hann vissi þó enn varla hvað hafði gerst þegar hann kom út. "Ég vissi ekkert hvað var í gangi. Ég var bara ný vaknaður, það leið bara ein mínúta frá því að ég vaknaði og frá því ég var allt í einu á sjúkrabörum." Elíasi var samstundis gefið súrefni þegar hann kom út og dvaldi hann í um það bil þrjár klukkustundir á spítala á eftir. Hann reyndist aðeins hafa snert af reykeitrun en það segir hann hafa verið nógu vonda reynslu. "Þegar ég kom út hrækti ég alveg kolsvörtu og lungun á mér alveg svört eftir þetta. Tíu sekúndur til viðbótar af þessum reyk hefðu sannarlega getað drepið mig." Og þakklæti er Elíasi ofarlega í huga eftir þennan atburð. "Maður er ekki einn, þetta er magnað. Ég horfi á lífið öðrum augum í dag. Þetta er nýtt líf." Og þetta er jólakveðjan frá Elíasi þetta árið: "Kaupa reykskynjara og hætta að vera heimsk."
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði