Enski boltinn

Cameron líklega á leiðinni til Stoke

Cameron í leik með Dynamo.
Cameron í leik með Dynamo.
Samkvæmt heimildum Sky Sports þá er Stoke City nálægt því að ganga frá kaupum á Geoff Cameron, varnarmanni Houston Dynamo í bandarísku MLS-deildinni.

Cameron er bandarískur landsliðsmaður og Stoke er ekki eina liðið sem hefur áhuga. Everton hefur einnig sýnt áhuga.

Cameron er fjölhæfur leikmaður og getur einnig spilað á miðjunni. Ekki skemmir fyrir að hann fæst á sanngjarna upphæð eða tæpar 3 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×