Ekki í myndinni að refsa hælisleitendum stigur@frettabladid.is skrifar 22. desember 2012 09:00 Sundahöfn Hælisleitendur hafa ítrekað verið gripnir við að reyna að komast um borð í skip í Sundahöfn á árinu.Fréttablaðið/vilhelm Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir ekki koma til álita að yfirvöld grípi til sérstakra aðgerða gagnvart hælisleitendum, í ljósi þess að þeir hafi ítrekað orðið uppvísir að því að reyna að laumast um borð í skip í íslenskum höfnum sem eru á leið vestur um haf. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, gagnrýndi í Fréttablaðinu í fyrradag það sem hann kallaði úrræðaleysi yfirvalda í málefnum hælisleitenda. Ástæðan var athugasemdir sem Bandaríkjamenn hafa komið á framfæri vegna stöðunnar hér. Þeir telja óviðunandi að sami litli hópur komist ítrekað upp með að reyna að lauma sér um borð í skip og krefjast úrbóta, annars kunni íslensk skip að vera færð niður um öryggisflokk þar ytra. „Hafnaryfirvöld og skipafélögin eru að standa vel sína vakt. Þegar þau setja fram ásakandi yfirlýsingar í okkar garð um hælisleitendur, eins og framkvæmdastjóri Eimskipafélagsins, gerir þá skil ég eiginlega ekki hvað menn eru að hugsa; hvort menn séu að óska eftir því að við setjum hælisleitendur í einhvers konar herkví,“ segir Ögmundur. Það komi einfaldlega ekki til greina. „Við fylgjum skuldbindingum okkar í mannréttindamálum til hins ýtrasta,“ segir hann. Hann hafni því algjörlega að stjórnvöld sýni vanmátt í málefnum hælisleitenda. Í 29. grein útlendingalaga er kveðið á um að ef útlendingur „sýnir af sér hegðun sem gefur til kynna að af honum stafi hætta er heimilt að handtaka útlendinginn og úrskurða í gæsluvarðhald samkvæmt reglum laga um meðferð [sakamála], eftir því sem við á. Einnig getur lögregla lagt fyrir hann að tilkynna sig eða halda sig á ákveðnu afmörkuðu svæði.“ Ögmundur er ekki þeirrar skoðunar að beita eigi þessu ákvæði í tilfelli umræddra hælisleitenda. „Nei, mér finnst það ekki. Við stöndum okkar plikt alveg fullkomlega og ég held að þegar Bandaríkjamenn átta sig á því þá muni allar gagnrýnisraddir gufa upp. En að við förum að beita einhverjum sérstökum úrræðum gagnvart hælisleitendum – það er ekkert uppi á borði hjá okkur.“ Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir ekki koma til álita að yfirvöld grípi til sérstakra aðgerða gagnvart hælisleitendum, í ljósi þess að þeir hafi ítrekað orðið uppvísir að því að reyna að laumast um borð í skip í íslenskum höfnum sem eru á leið vestur um haf. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, gagnrýndi í Fréttablaðinu í fyrradag það sem hann kallaði úrræðaleysi yfirvalda í málefnum hælisleitenda. Ástæðan var athugasemdir sem Bandaríkjamenn hafa komið á framfæri vegna stöðunnar hér. Þeir telja óviðunandi að sami litli hópur komist ítrekað upp með að reyna að lauma sér um borð í skip og krefjast úrbóta, annars kunni íslensk skip að vera færð niður um öryggisflokk þar ytra. „Hafnaryfirvöld og skipafélögin eru að standa vel sína vakt. Þegar þau setja fram ásakandi yfirlýsingar í okkar garð um hælisleitendur, eins og framkvæmdastjóri Eimskipafélagsins, gerir þá skil ég eiginlega ekki hvað menn eru að hugsa; hvort menn séu að óska eftir því að við setjum hælisleitendur í einhvers konar herkví,“ segir Ögmundur. Það komi einfaldlega ekki til greina. „Við fylgjum skuldbindingum okkar í mannréttindamálum til hins ýtrasta,“ segir hann. Hann hafni því algjörlega að stjórnvöld sýni vanmátt í málefnum hælisleitenda. Í 29. grein útlendingalaga er kveðið á um að ef útlendingur „sýnir af sér hegðun sem gefur til kynna að af honum stafi hætta er heimilt að handtaka útlendinginn og úrskurða í gæsluvarðhald samkvæmt reglum laga um meðferð [sakamála], eftir því sem við á. Einnig getur lögregla lagt fyrir hann að tilkynna sig eða halda sig á ákveðnu afmörkuðu svæði.“ Ögmundur er ekki þeirrar skoðunar að beita eigi þessu ákvæði í tilfelli umræddra hælisleitenda. „Nei, mér finnst það ekki. Við stöndum okkar plikt alveg fullkomlega og ég held að þegar Bandaríkjamenn átta sig á því þá muni allar gagnrýnisraddir gufa upp. En að við förum að beita einhverjum sérstökum úrræðum gagnvart hælisleitendum – það er ekkert uppi á borði hjá okkur.“
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Sjá meira