Beiti áfengismælum stífar á skólakrakka gar@frettabladid.is skrifar 21. desember 2012 07:00 Fjölbrautaskóli Vesturlands Foreldrar á Akranesi segja unglingadrykkju hafa aukist á ný eftir að framhaldsskólinn í bænum hætti að láta nemendur blása í áfengismæla á skólaböllum.Fréttablaðið/Pjetur „Foreldrar og lögregla eru sammála um að enn á ný sé drykkjan á skólaböllum að aukast,“ segja foreldrar á Akranesi í bréfi til skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands. Bréfið til Atla Harðarsonar skólameistara er frá félaginu Skagaforeldrar og Foreldrafélagi Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi (FVA). Kemur fram að þegar fyrir ári hafi stjórn Skagaforeldra lýst óánægju með að hætt hafi verið reglulegri notkun áfengismæla á vegum nemendafélags fjölbrautaskólans (NFFA). „Margir nýnemar töluðu um að með því að láta alla blása létti það á spennunni og tók af þeim þá pressu að „verða að drekka“ á skólaballi,“ segja foreldrarnir. Ástandið hafi á sínum tíma breyst mikið til hins betra þegar áfengismælunum var beitt. Nú sé drykkjan aftur að aukast. „Einnig hafa foreldrar haft á orði að gæsla sé ekki jafn öflug og hún var og slakað hafi verið á því að hringt sé í foreldra til að sækja drukkin börn 18 ára og yngri á dansleiki. Það hlýtur að vera stefna skólans að útrýma áfengisdrykkju á skóladansleikjum,“ segja foreldrarnir. Fram kemur að Skagaforeldrar hafi kannað notkun áfengismæla í öðrum framhaldsskólum. Mælarnir séu notaðir í þrettán skólum eftir mismunandi reglum. „Það er algjör synd að að tapa niður þeim árangri sem náðst hefur,“ segja foreldrarnir. Þó að börn undir átján ára séu á ábyrgð foreldranna sé ábyrgð skólans mikil „með því að skapa nemendum tækifæri til að skemmta sér ofurölvi í skjóli þess að um að skóladansleik er að ræða“. Atli Harðarson skólameistari segir áfengismælingar ekki hafa verið lagðar af. Framkvæmdinni hafi hins vegar verið breytt. „Áður fékk yngri hluti nemenda ekki inngöngu á ball nema sanna að hann væri edrú. Umboðsmaður Alþingis sagði þessa framkvæmd ekki í samræmi við lög. Hins vegar væri okkur heimilt að gefa nemendum sem væru sérstaklega grunaðir um að vera undir áhrifum kost á að sanna sakleysi sitt með því að nota áfengismæli eða vera vísað frá vegna ölvunar,“ segir Atli. Þetta verklag sé nú við lýði. Atli segir að nú blási í raun fleiri í áfengismælinn en áður því settur hafi verið upp edrúpottur með happdrættisvinningum. Mælirinn sé því einnig notaður af eldri nemendum. Að sögn Atla eru engin gögn til um að drykkjan hafi aukist eða minnkað. „En ég veit að erfiðum málum sem hafa komið inn á borð skólastjórnenda vegna drykkju hefur fækkað ári frá ári,“ segir skólameistarinn. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira
„Foreldrar og lögregla eru sammála um að enn á ný sé drykkjan á skólaböllum að aukast,“ segja foreldrar á Akranesi í bréfi til skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands. Bréfið til Atla Harðarsonar skólameistara er frá félaginu Skagaforeldrar og Foreldrafélagi Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi (FVA). Kemur fram að þegar fyrir ári hafi stjórn Skagaforeldra lýst óánægju með að hætt hafi verið reglulegri notkun áfengismæla á vegum nemendafélags fjölbrautaskólans (NFFA). „Margir nýnemar töluðu um að með því að láta alla blása létti það á spennunni og tók af þeim þá pressu að „verða að drekka“ á skólaballi,“ segja foreldrarnir. Ástandið hafi á sínum tíma breyst mikið til hins betra þegar áfengismælunum var beitt. Nú sé drykkjan aftur að aukast. „Einnig hafa foreldrar haft á orði að gæsla sé ekki jafn öflug og hún var og slakað hafi verið á því að hringt sé í foreldra til að sækja drukkin börn 18 ára og yngri á dansleiki. Það hlýtur að vera stefna skólans að útrýma áfengisdrykkju á skóladansleikjum,“ segja foreldrarnir. Fram kemur að Skagaforeldrar hafi kannað notkun áfengismæla í öðrum framhaldsskólum. Mælarnir séu notaðir í þrettán skólum eftir mismunandi reglum. „Það er algjör synd að að tapa niður þeim árangri sem náðst hefur,“ segja foreldrarnir. Þó að börn undir átján ára séu á ábyrgð foreldranna sé ábyrgð skólans mikil „með því að skapa nemendum tækifæri til að skemmta sér ofurölvi í skjóli þess að um að skóladansleik er að ræða“. Atli Harðarson skólameistari segir áfengismælingar ekki hafa verið lagðar af. Framkvæmdinni hafi hins vegar verið breytt. „Áður fékk yngri hluti nemenda ekki inngöngu á ball nema sanna að hann væri edrú. Umboðsmaður Alþingis sagði þessa framkvæmd ekki í samræmi við lög. Hins vegar væri okkur heimilt að gefa nemendum sem væru sérstaklega grunaðir um að vera undir áhrifum kost á að sanna sakleysi sitt með því að nota áfengismæli eða vera vísað frá vegna ölvunar,“ segir Atli. Þetta verklag sé nú við lýði. Atli segir að nú blási í raun fleiri í áfengismælinn en áður því settur hafi verið upp edrúpottur með happdrættisvinningum. Mælirinn sé því einnig notaður af eldri nemendum. Að sögn Atla eru engin gögn til um að drykkjan hafi aukist eða minnkað. „En ég veit að erfiðum málum sem hafa komið inn á borð skólastjórnenda vegna drykkju hefur fækkað ári frá ári,“ segir skólameistarinn.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira